Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 146
146
gerist hjá sjómönnum, og var svarað, að Brima-
biskup væri á skipinu, og ætti að fara með hann
til Heklu, enda frjettist það seinna, að þennan dag
hefði Brimabiskup látizt1". því næst talar Blefken
um það, að þeir, sem hafi dáið, birtist stundum vin-
um sínum og kunningjum, daufir í bragði, og ef
þeir sjeu spurðir, hvert þeir ætli og hvaðan þeir
komi, þá svari þeir, að þeir sjeu á leið til Heklu,
undir forustu miskunnarlauss púka.
Sama árið sem jeg var á íslandi sást eldur í haf-
inu hjá Heklu 29. nóv. um miðja nótt. Hann bar
birtu yfir alla eyjuna.-----Allt landið ljek á reiði-
skjálfi, eins og það flyttist til á grundvelli sínum.
Eptir jarðskjálftann heyrðust ógurlegar dunur, svo
það hefði ekkert verið hjá þessum ósköpum, þó all-
ar hersprengikúlur, sem til eru, hefðu sprungið í
einu. Og ekki er mögulegt að hugsa sjer, því síð-
ur koma orðum að, hve voðalegt þetta var. Við
hjeldum, að allur heimurinn mundi hrynja saman, og
dómsdagur væri kominn, enda frjettist seinna, að
sjórinn hefði þornað þar hjer um bil tvær mílur í
haf út.
ís-sagan er orðin miklu greinilegri en áður. í
júlíbyrjun kemur árlega mjög mikill ís að Heklu á
náttarþeli allt í einu, og gengur sú saga staflaust
um alla eyna, að fordæmdar sálir sjeu kvaldar í
þessum ís og eldinum í fjallinu til skiptis. þ*essi ís
er að eins 3 mánuði á reyki kring um fjallið. Ef
þú tekur mola af þessum ís, vefur utan um hann
ljerepti og setur hann niður í kassa, þá er hann ó-
skertur svo lengi sem ísinn er í hafinu, en ef ísinn
1) þessi saga er þegar í Oommentarius Arngríms, bls.
04—D5. Sbr. líka Kvæði Eggerts Olafssonar, bls. 87; þar segir:
„þegar Hekla spjó 1510, þá átti að sjást kóróna, sem vera
skyldi Hans Danakonungs, í loganum".