Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 147
147
í sjónum hverfur, sem opt er vant að gerast á einni
nóttu, þá sjest hinn hvergi, og sjest þó enginn vætu-
vottur á ljereptinu, enda mun djöflinum veita auð-
velt, að taka ísinn á burt, án þess nokkuð blotni,
til þess að auka vantrú landsmanna1 2. Annars má
Blefken greyið eiga það, að hann trúir ekki sjálfur
á helviti í Heklu, og ekki heldur í ísnum. Hann
tekur það greinilega fram, og optar en einu sinni.
Nú víkur Blefken aptur máli sínu að landsmönn-
um.
í>að er minnsti leikur á bandi, að hann segir, að
þeir búi í holum í jörðu niðri. Auk þess segir
hann, að það sje sjaldgæft, að hitta mann á íslandi,
sem ekki hafi hestskónagla í fórum sínum. f>á get-
ur hann um smjerkynstrin. „íslendingar hafa loðna
hunda, sem eru fæddir bæði rófulausir og eyrnalaus-
ir, sjer til skemmtunar; meta þeir þá mikils og selja
varla; en börn sín láta þeir af hendi við hvern sem
vill, og meira að segja ókeypis112. „Ein brú er á
íslandi úr hvalbeini. íslendingar búa líka til heil
hús, bekki, borð og aðra muni úr hvalbeini, með
frábærri íþrótt og iðni; er sagt, að þá dreymi ekki
um annað en skipbrot, sem búa í þessum hvalbeina-
kofum“.
Margt segir Blef ken um undur í íslandshafi, og er
sumt ekki á marga fiska ; en annars er það ekki
verra en hvalafræðin var almennt í þann tíð.
Hann minnist líka á hákarlaveiðar. Hann segir, að
orsökin til þess, að jpjóðverjum var bannað af Dana-
konungi, að hafa vetursetu á íslandi, hafi verið það,
að Bloem Hamborgari hafi narrað einhyrningstönn
1) Sbr. bls. 115.
2) Sbr. bls. 124.
10*