Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Qupperneq 149
149
hann hefði verið svo lengi á íslandi. Hann var líka
þýddur á mörg mál1, og sjest af því, í hve miklu á-
1) Einkum á hollenzku. Jeg hefi sjeð einar 10 útgáfur af
Blefken á því máli, og sumar nafnlausar. J>að mundi taka of
mikið rúm, að telja þær upp. A þýzku hefi jeg sjeð Blefken
í: Megiserus, H. Septentrio-Novantiquus o. s. frv, Leipzig
1613, 8. J>ar er ferð Blefkens, bls. 12—95, og fylgir henni þar
kort af Islandi. Aptan við hana er samsull úr Arngrími og
fleirum, bls. 96—121. Megiser hefir því gert þeim Blefken og
Arngrími jafnt undir höfði. J>að má taka nöfnin á klaustrun-
um á Islandi til dæmis um það, hve bók þessi er rjett, þegar
Blefken líður : Pingora (þingeyrar), Remested (Reynistaður),
Modúr (Möðruvellir), Múncketwere (Munkaþverá), Videy,
Pyrknebar (þykkvibær), Kirkebar (Kyrkjubær), Skirda (Skriða)
og Reynenes; en svo hefir ekkert klaustur heitið, eptir því sem
segir í Siðbótarsögu síra þorkels, bls. 18. Aptur er Helgafells-
klaustri sleppt hjer (bls. 113).
Til þess að gefa mönnum enn greinilegri hugmynd um, hvern-
ig íslenzk nöfn iíta út í gömlum bókum og kortum, og gera
hreint fyrir mínum dyrum í þessu tilliti, skal jeg geta um, hvað
sömu klaustrin heita á 4 öðrum stöðum. I V. útg. af Atlas
G. Mercators, Amsterod. 1623, fol., eru klaustrin nefnd, bls. 43
—44. Tvö fyrstu nöfnin eru eins; þá Modur, Munkeniere,
Videy, Pynebar, Kirckebar, og Skiada. Reynenes er þar ekki,
og ekkert í staðinn fyrir það. A Flanderskortinu (um 1630)
eru klaustrin nefnd: Pingeier, Reinebroers | Olooster, Modru-
neller, Mumhapuera, "Widoe Oloster (stendur þar á landi uppi),
Picknekop, Kirkebar Closter og Ikrida Clooster. í Cosmo-
graphie eptir P. Heyleyn, London 1652, foh, eru nöfn þessi,
bls. 133—134 : Pingore, Remestede, Mödur, Monkeniere, Ved-
ey, Pernebar, Kirckebar og Skirde. I: Om Verden og de sjun-
lige Tings Betragtning i Verden, eptir M. C. Lund, Kmh. 1718,
4, eru nöfnin svo, bls. 263—7 : Pingeter, Remeiroers Closter,
Mokrafeld (ef það á þá ekki að vera Möðrufell), Mumbapura,
Pjeknekop (Jykkvibær), Kirckebare Closter og Ikrida Closter.
Um Viðey er ekki getið, en aptur er margt fallegt í staðinn,
t. d. Greynastari fyrir Grenjaðarstaður. í Capel, R. Vorstell-
ung des Nordens o. s. frv., Hamb. 1675, 4, er Blefken líka bor-
inn fyrir mörgu, og teknir upp úr honum heilir kaflar. Neu-
entdecktes Norden o. s. frv., eptir „M. F.“, Franckf. & Leipzig,
1728, 8, er eiginlega önnur útg. af Megiser, nokkuð stytt, þó