Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 150
150
liti pjesinn hefir verið ; enda segir í fyrra lofkvæð-
inu um Blefken á undan honum, að sælt sje ísland,
að Blefken hafi ritað um það.
En Arngrímur Jónsson hefir ekki verið því alveg
samdóma. Hann sjer ekki rit Blefkens fyr en 1612;
en þá semur hann þegar varnarrit á móti því, og heit-
ir það: Anatome Blefkeniana (Blefken krufinn).
Guðbrandur biskup semur formálann, eins og fyrir
Commentarius.
Arngrímur kryfur Blefken bókstaflega í fyrra kafla
bókarinnar. Hann tekur fyrir höfuð, brjóst, maga o.
s. frv , og segir, hvað hann finni á hverjum staðn-
um fyrir sig, í staðinn fyrir það, sem almennt
er talið að þar sjer fyrir. Heilinn var t. d.
enginn, eða nauðalítill, og var því von, að Blefken
væri flón o. s. frv. En í seinni kafla bókarinnar hef-
ir hann sama lag á Blefken og þeim Peerson. Hann
tætir hann sundur ögn fyrir ögn, kafla fyrir kafla.
Mjer finnst meira til um Anatome en Commen-
tarius, þegar litið er á ritsnild, einkum krufningar-
kaflann. Honum er ágætlega fyrir komið, og er
víst fátt listilegara samið eptir íslending.
Ekki er Arngrímur orðbetri við Blefken en Peer-
son. Hann segir t. d. þar sem hann er að hrekja
söguna um lauslætið á íslandi: „þ>essi lygasaga
hans sje ekki getið þar. J>ar er Blefken. Finnur Magnússon
segir (Wolffs Journ., I. b. 1825, bls. 173), að Blefken hafi ver-
ið þýddur á ensku, en jeg hefi hvergi sjeð þess getir annars-
staðar, svo jeg efa það. Argast er þó, að dönsk þíðing af Blef-
ken skuli vera tekin upp í danskt tímarit 1825 (Wolffs Journ.,
I. b., bls. 42—61). Finnur Magnússon sýndi reyndar fram á
það i næsta hepti, að frásagnir Blefkens væru ósannindi frá
upphafi til enda, en útgefandinn svarar Finni strax, og er svo
ósvífinn, að halda með Blefken, ogjsegja, að rit hans sje sam-
ið svo blátt áfram, að það virðist ekki fara með ósannindi (bls.
182—3). Seinna bætir hann reyndar dálítið úr skák (bls. 185)