Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 152
152
Dithmar drafne og rotne/
Dithmar eige Rythmum.“
1616 má segja að komi út 2. útg. af Blefken; en
það er þó sjerstök bók, þar sem Blefkens er ekki
getið. J>að er rit sjera Fabriciusar1. Fabricius og
Blefken eru svo nauðalíkir, að það er auðsjeð, að
Fabricius hefir lapið hjer um bil allt, sem hann seg-
ir, upp úr Blefken. pó má geta þess, að hann
dregur úr sumu því argasta hjá heimildarmanni sín-
um.
]?að er mjög fátt, sem Fabricius eykur við vísdóm-
inn, sem áður er kominn um ísland. þ>ó segir hann
á einum stað, að ekki sje gott að eiga við íslend-
inga í kaupum og sölum, fyr en kannske þegar bú-
ið sje að hella svo miklu í þá af víni og öli, að þeir
geti ekki komið meiru niður. f>essa er ekki getið
hjá Blefken, sízt eins skýrt.
Jeg hefi getið um Fabricius þar sem jeg gat um
Blefken, og skal ekki orðlengja um hann.
1618 kemur út í Hamborg þriðja og seinasta varn-
arrit Arngríms Jónssonar, á móti Fabricius. þ>að
er stílað eins og brjef til höfundarins, og er bæði
stytzt2 og ómerkilegast þessara þriggja rita Arn-
gríms, enda má segja, að hann hafi hrakið Fabri-
cius þar sem hann hrakti Blefken. Svo eru rit
þeirra lík. Arngrímur er annars mjög kurteis að
tiltölu í riti þessu, og langt frá því, að vera jafn-
þungyrður við Fabricius sem Blefken, Peerson og
aðra, sem hann á við í Commentarius. Hann kallar
hann Fabricius sinn, og harmar það mjög, að hann
1) Sjá heim. ritalistann.
2) Ritið hefir hvorki blaðatal nje blaðsíðu, en er 30 bls. og
8 bls. að auk, ýmsar aukagetur.