Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 155
155
koma með vín, öl, hunang-, brennivín og mjólk.
þessu hafi öllu verið blandað saman, og hafi biskup
og fólk hans drukkið þeim fjelögum til í blöndunni,
en þeir hafi ekki haft lyst á henni, svo þeim hafi
verið borið vín og öl, en biskupsfólkið hafi gætt
sjer á samsullinu. Biskup gaf þeim gjafir að skiln-
aði, 20 álnir af Watman (vaðmál) og spæni tvo,
annan hrútshyrning, en hinn úr hvalbeini. Eins vel
fórst höfuðsmanninum við þá að sínu leyti, og sein-
ast kom hann þeim í skip, sem fór beina leið til
Hamborgar.
f>á kemur nú lýsingin sjálf, og skal jeg tína eitt-
hvað til.
í 2. kap. segir höfundurinn fyrst og fremst, að
íslendingar hafi verið hundheiðnir, þegar landið
komst undir konung, en hann hafi látið sjer um ekk-
ert annara, en að koma á hjá þeim hinni sönnu
kristnu trú. Seinna segir hann þó, að íslendingar
hafi staðið undir Dönum frá alda öðli. Ræður prest-
anna sjeu fólgnar i því, að lesa guðsorð upp úr
prentuðum bókum, og söfnuðurinn mundi taka því
illa, ef þeir færu að lesa upp úr sjálfum sjer.
Ekki er hann á því, að „guð og eldur“ hafi gert
Almannagjá, því hann drepur á það, að sagt sje,
að djöfullinn hafi gert hana. En furðuverk þykir
honum hún.
5. kap. er um fjöll á íslandi. Höfundinum finnst
mest til um tvö af þeim, Snebels Hokel (Snæfells-
jökul) og Heklu; enda er það ekki að furða, þar
sem hann segir, að Snæfellsjökull sje 5 mílur á hæð.
þ>að sje alveg ómögulegt að komast upp á hann,
enda hafi þrir Englendingar farizt þar 1607. þeir
hafi lagt upp á hann, en ekki sjezt siðan, en hund-
ur þeirra hafi komið aptur og verið þá alveg hár-
laus, eins og hann hefði verið látinn ofan i sjóðandi