Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 156
15«
vatn1. Ekki er þó Hekla óægilegri, eptir frásögn
Streycs. Hún er samsteypa úr því sem áður er
sagt um Heklu, en þó bætir höfundurinn því við,
að blossinn, sem stendur upp úr henni, sje þeim
mun stærri, sem meira votviðri gangi, og stærstur
á vetrum, þegar snjókoma er. Líf þeirra er ekki
á marga fiska, sem koma nærri Heklu, svo jeg tali
ekki um þá, sem fara upp á hana, því það er ó-
mögulegt annað, en hárin rísi á höfði þeirra af
ótta, sem sjá hana langt að. Seinast klykkir höf-
undurinn þennan Heklu-kapítula út á þessa leið:
„Margir halda, að helvíti eða kvalastaður glataðra
manna sje í Heklu, eða, að þar sjeu að minnsta kosti
ein göngin inn í þetta hryllilega helvítis-dýki, sem
vellur af eldi og brennisteini. En það er ómögu-
legt, að segja með vissu, hvort þessu er nú þann-
ig varið í raun og veru, enda ríður ekki svo mikið
á þvi, að vita, hvort bústaður hinna fordæmdu er
þar, eða ekki, og að minnsta kosti er það miklu
betra, að hver fyrir sig kosti kapps um, að kom-
ast hjá helvíti, en að vera allt af að hnýsast eptir
að vita, hvar það er“.
6. kap. er um vötnin á íslandi. þar drepur hann
á, að íslendingar sjóði ket í laugum. f>ví næst
segir hann, að þeir taki beinin úr þvi, og geymi
það stundum árum saman, þangað til það sje alveg
bragðlaust. Áður hefir hann sagt, að það væri
1) Á þessa sögu er drepið í Keise i gjennem Island, eptir
Eggert Ólafsson, Sor0e, 1772, bls. 277—278. f>ar segir, að
Englendingarnir hafi verið tveir. Annar hafi orðið blindur
uppi á fjallinu (fengið snjóhirtu?) og orðið þar til, en hinn
hafi haft með sjer blóð í flösku, og látið það smádrjúpa í slóð-
ina. Hafi hann komizt þannig niður aptur hálf-blindur. f>ar
er ekki minnzt á hundinn. j>ar segir líka, að þetta hafi átt
að gerast fyrir liðugum 100 árum.