Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 157
157
líkast snæris-spotta á bragðið. Hann á eflaust við
hangikjötið, hvernig sem hann hefir komizt að
þeirri niðurstöðu, að það væri alveg bragðlaust.
„þ>ar eru tveir lækir, sem hafa þá náttúru, að í
öðrum verður hvít ull að svartri ull, en í hinum
svört ull að hvítrilil. J>að er alveg eins og í „f>ús-
und og einni nótt“, þar sem karlmenn urðu að konum
og konur að karlmönnum, við það að drekka úr
vissum brunnum.
í 9. kap. segir, að vegirnir á íslandi sjeu svo
vondir, að stundum sje ómögulegt að fara um þá
fótgangandi, svo íslendingar ferðist næstum því
æfinlega ríðandi. Aptur þori menn ekki að fara
neitt fótgangandi, nema þá örstuttan veg.
í 10. kap. segir, að allur nautpeningur á íslandi
sje hornalaus. Blefken hefir þó rjett fyrir sjer
þar, aldrei þessu vant. Hann segir, að sumur naut-
peningur á íslandi sje hornalaus. fessi saga kem-
ur annars opt fyrir í ritum útlendinga um ísland,
bæði fornum og nýjum; seinast hefi jeg rekið mig
á hana hjá dr. Keilhack1 2, sem flest segir rangt.
í ii. kap. segir höfundurinn, að allt að 200 manns
búi saman í einu húsi. Húsin sjeu optast niðri í
jörðinni, en grasrótin að ofan, og sje ágætt að sofa
uppi á þeim, enda drepur höfundurinn á það fyr í
riti sínu, að það sje ekki sparað.
í 12. kap. segir, að íslendingar verði allt að 200
ára gamlir. þ>eir sje ákaflega smávaxnir, einkum
kvennfólkið, og verði fjarskalega forviða þegar þeir
1) A Flanderskortinu er sagt hvar þessir lækir sjeu. Ann-
ar er þar sýndur í Grindavik, en hinn í Selvogi.
2) Reisebilder aus Island, Gera 1885, bls. 137. Hermannides
ber jafnvel Arngrím Jónsson fyrir því, að kýrnar á íslandi sjeu
hornalausar, í Regnorum Daniæ et Norvegiæ Desoriptio. Am-
stelod. 1669. 12.