Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 158
158
sjái meðalmann úr útlöndum. Annars sje fólkið lag-
legt. Ekki vinni íslendingar mikið, enda þurfi þeir
þess ekki, því þeir hafi allt af nóg fyrir sig að
leggja, og fiskiveiðarnar sjeu miklu fremur hreyfing
og hressing en vinna, því alstaðar sje nógur fiskur.
Karlar og konur sje hjer um bil eins klædd, og fjöld-
inn af landsmönnum gangi á skinntreyjum.
A Wespene1 (Vestmannaeyjum) segir höfundurinn
að engin kona geti alið barn, og verði því allar ó-
ljettar konur að fara til landsins í þeim erindagjörð-
um. þetta bendir víst til ginklofans, sem hefir leg-
ið þar lengi í landi2.
í 14. kap. er um fiska og undur í íslandshafi.
fað má náttúrlega setja margt út á þenna kap., ef
hann er skoðaður frá sjónarsviði vorra tíma ; en á
17. öld var náttúrufræðin komin mun skemmra á
veg, en hún er nú, og einkum ægðu mönnum hval-
irnir. þ>að þarf ekki að leita lengra en til Jóns
lærða, sem er þó einhver hinn mesti vísindamaður,
sem ísland hefir átt, ef hann er borinn saman við
sína tíð. Frásagnir Streycs eru allskyldar hvalafræði
Jóns, en þó er sumt hjá honum, sem jeg hefi hvorki
rekið mig á þar nje annarsstaðar, t. d. að skipverj-
ar verði að friða hvalina með blíðum orðum, og að
þeim brenni eldur úr augum. Auk þess getur hann
um sjóorma, sem geti orðið */* mlla á lengd, og sjá-
ist fyrir stórtíðindum, og þríhöfðað skrímsli.
Yfir höfuð má telja rit Streycs með rjettorðustu
ritum um ísland frá þeim tímum. Líklega hefir
1) Sbr. hafnaskrána frá 16. öld í Kálund: Bidrag til en
hist.topograph. Beskrivelse af Island, Kmh. 1879—82, II. b.,
bls. 376; þar steudur Wespenöe.
2) Dr. Keilhack segir, að ginklofinn grassjeri í Vestmanna-
eyjum enn í dag, svo það verði að flytja börnin til lands jafn-
óðum og þau fæðast (bls. 8).