Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 159
159
hann þekkt Blefken, eða að minnsta kosti eru sum-
ar klausur hjá þeim svo líkar, að þær eru hjer um
bil orðrjettar, en aptur eru það flestar öfgarnar hjá
Blefken, sem ekki vottar fyrir hjá Streyc.
Sjálfsagt hefir rit þetta lítið flutzt út fyrir Pólland,
en aptur hafa Pólverjar auðsjáanlega lesið það mjög
mikið, því það er mjög sjaldgæft. 1858 vissu menn
að eins af einu exemplari í Lemberg, og eptir því
þýddi M. E. Thorson ritið á dönsku1, en Sigurður
L. Jónasson samdi við það skýringar, og eru þær
prentaðar á eptir ritinu (bls. 298—321). jpessi þýð-
ing Thorsons liggur til grundvallar fyrir því, sem
hjer er sagt um Streyc.
ísland hafði verið undir Danmörku síðan 1387, og
liggur því nærri að halda, að Danir hefðu gert sjer
far um að kynna sjer ísland betur en aðrar þjóðir;
en það var ekki því að heilsa. þækking þeirra á
íslandi var lesin á sömu bókina og þekking annara
þjóða. Bók Wolffs2 er vottur um það. Hann ritar
um ísland fyrstur Dana á dönsku máli, svo að kveði.
Nú hafa eflaust verið margir íslendingar við Kaup-
mannahafnarháskóla, eins og endrar nær, og hefði
því Wolff verið hægt að fá hjá þeim sannar sagnir
um föðurland þeirra; en það hefir hann auðsjáanlega
ekki viljað leggja sig niður við, því hann tekur upp
allan fjöldann af undrasögum þeim, sem um hefir
verið getið, og þar á meðal steinhopps-söguna frá
Saxó, en hún virðist hafa legið í dái í þessi 400 ár,sem
1) þórður þorláksson segir í Dissertatio sinni (bls. 28), að
nýlega hafi komið út rit á þýzku um ísland, eptir Wetterus
nokkurn. Thorson getur ekki um það, og jeg hefi hvergi getað
grafið neitt upp um þessa þýðingu.
2) Sjá heim. ritalistann. í riti Wolffs er um ísland bls
203—253.