Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 160
160
eru á milli þeirra. Aptur efar hann einstaka atvik,
svo sem ískvalasöguna1.
íslandslýsings WolfFs drepur á fleira og er fjöl-
breyttari en lýsingar þær, sem þegar er getið. Eink-
um drepur hann ýtarlegar á náttúrufræðina, söguna
og svo hjátrú íslendinga. Hann getur þess t. d.,
hve margar tegundir sje af þessum og þessum dýra-
flokki á íslandi, hvaðan sem hann hefir það. far
getur hann um flugur, sem sjeu svo áfjáðar, að fjeð
missi stundum eyrun af þeirra völdum, og er líklegt,
að hann eigi þar við mývarginn. Að því er sög-
una snertir, fylgir hann Claussön2 að miklu leyti, það
sem hann nær, en bætir svo ýmsu við. J>ar er t.
d. greinileg frásögn um það, er íslendingar sóru
Friðriki III. hollustueið á alþingi 16493, °S telur
upp helztu menn, sem voru þar við.
Hjátrúarsögurnar eru að því leyti merkilegar, að
það eru þær fyrstu íslenzku þjóðsögur, sem koma
á prent; en reyndar eru þær ekki nema tóm um-
gjörð, því Wolff segir frá þeim með mjögfáumorð-
um. Hann minnist á reglulega drauga, tröll og álfa.
Tröllin segir hann að sjeu ekki lengur til á íslandi,
en stundum hafi sjezt þar spor, 3 fet á lengd, en 1J/2
á breidd. í hellunum sjáist rúmstæði þessara karla.
Hann segir líka, að tröllskessu hafi rekið á Skeiðar-
ársandi 15354-
1) Sbr. bls. 115.
2) Caussön, P.: íJorriges Oc Omliggende 0ers sandfærdige
Bescriffuelse-----. Kmh. 1632, 4, bls. 154—170, 172. Claussön
talar mest um fornöldina, og segir víðast allrjett frá. Hann
hefir lika snúið einhverju af Heimskringlu á dönsku, Kmh.
1633, 4.
3) Svo segir i Árbókum Espólíns, VI. d., bls. 128—130.
"Wolff segir, að það hafi gerzt 1651.
4) Sbr. Biskupa-annála Jóns Egilssonar (Safn til söguíslands,