Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Qupperneq 161
161
J>egar Wolff hefir getið þess, að íslendingar trúi
á álfa, segir hann, að sannorður maður, sem hafi
verið á íslandi í mörg ár, hafi sagt sjer, að maður,
sem hafi búið nærri kletti, sem álfar áttu að vera í,
hafi verið hræddur um, að þeir mundu heilla son sinn
ungan, svo hann hafi hengt á hann bjöllur, eins og
kind eða kú, svo hann gæti heyrt til hans ávallt,
er hann væri úti.
Mörg undur getur Wolff um, til að mynda, að
moldin i G-rímsey sje „rammasta forgipt“, eins og
sagt er í gömlum íslenzkum handritum, þegar svo
ber undir. þ>ó ber ekki á því, nema hún sje flutt
úr eyjunni; en þá verður hún eins baneitruð eins og
rammasta rottueitur (Röttekrud=Rottekrudt). Hann
segir annars fleira um Grímsey, t. d., að þar sjeu bara
2 hrafnar. þ>egar aðrir hrafnar komi þangað, reki
þessir tveir þá burt* 1.
Wolff segir, að íslendingar reki fje sitt á afrjettir
á sumrin, til að jeta það gras, sem þeir geti ekki
flutt heim vegna ógreiðra vega. Um 15. ágúst reki
þeir fjeð heim aptur, því ef þeir dragi það lengur,
sje það annaðhvort drepið eða limlest. Á Ellida
(Elliðavatni), kóngsjörð, megi fjárhúsdyrnar aldrei
vera lokaðar, því þá drepist fjeð (eða sje drepið).
Höfundurinn fjöiyrðir mjög um fyrirburði fyrir vetr-
inum 1632, og segir frá þeim, i römmustu alvöru.
Tvær kýr sugu sig sjálfar eptir að þær voru búnar
að bera, og bitu svo af sjer júgrin, þó nóg hey væri
til um þann tíma árs. Hestarnir átu trje í húsum,
I. b.), kap. 17., þar segir, að skessuna hafi rekið á Sólheima-
sandi fyrir 1500.
1) Sbr. Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, I.
b., bls. 616—617.
Timarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 11