Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 162
162
eins og annað fóður, þó þeir gætu fengið nóg hey
úti um hagann. Menn heyrðu sel spangóla í mánuð
(við og við víst, en ekki samfleytt), eins og hund, og
heyrðist gólið 2 mílur vegar. prjú hundruð hrafnar
sáust á einum stað o. s. frv.1 Manni dettur Livius
gamli í hug; því fyrirburðirnir á íslandi í fornöld
voru þó varla svona auðvirðilegir.
fess má og geta, að Wolff getur um Orm Stór-
ólfsson og Gretti Ásmundsson. Bletturinn, sem Orm-
ur sló, var 12 plóglönd á stærð, og sjest enn fyrir
austan Storelffshule (Stórólfshvol), þar sem Vichud
Gisselson (Vigfús Gíslason)2 býr. Aptur gat Grett-
ir borið steina 4—5 álna langa (um breiddina er
ekki getið). Hann var 8 álna hár, og digur að því
skapi.
Að lokum má geta þess, að Wolff segir, að ís-
lendingar reki stundum seli af ísnum á land, eins og
fje, og slái þá þar3.
Isac De La Peyrere (1594—1676) var í Kaup-
mannahöfn 1644, með sendiherra Frakka, og ritaði
þar bækur sínar um Grænland og ísland, og sendi
la Mothe le Vayer, í brjefsformi. íslandslýsingin er
dagsett 18. des. 1644.
Peyrere segist styðja sig einna mest við rit Arn-
gríms Jónssonar og frásagnir O. Worms; en sann-
leikurinn er sá, að hann trúir miklu meira á Blef-
1) Jeg liefi ekki sjeð þessara fyrirburða getið annarsstaðar.
Veturinn 1632 var heldur ekkert sjerstaklegur, en 1633 var
„hvíti vetur“, fjarskalega barður, og á Wolff víst við hann.
Sbr. J. Espólíns Árbækur, VI. d., bls. 64—65, og Gangleri, I.
ár 2. h., bls. 27.
2) Sýslumaður, sonur Gísla lögmanns Hákonarsonar.
3) j>að sem segir um ísland í Den danske Pillegrim--------
eptir H. 0. Pflug, Kmh. 1717, 4, bls. 38—44, er ekkert annað
en upptugga úr Wolff.