Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 163
163
ken, og kemur með allra örgustu sögurnar eptir
hann, og sumstaðar ber hann það blákalt fram,
þvert ofan í Arngrím, að Blefken hafi rjett að mæla,
t. d. með borðsetusöguna keiku1. Henni trúir hann
eins og nýju neti, en játar þó, að einstaka undan-
tekning kunni að vera frá henni. Af þessu má sjá,
hvernig bókin er. Púkavinnusöguna2 kemur hann
með, og kallar púkana „Drollos", eptir Abr. Orte-
lius3.
Annars er meiri hlutinn af bókinni um sögu og
trú íslendinga í fornöld, og ekki bandvitlaus. Sein-
ast kemst Peyrere út í Thule, og er þar þvert á
móti Arngrími.
Peyrere hælir Arngrími mjög sumstaðar (einkum
bls. 55—56), og er svo að sjá þar, sem hann marki
það mest, sem hann segir um ísland. En samt bygg-
ir hann miklu meira á Blefken. þ>að er auðsjeð, að
holdið hefir girnzt á móti andanum, og andinn á
móti holdinu hjá Peyrere; en holdið, löngunin til
að segja nýstárlegar sögur, borið sigur úr býtum,
eins og optar4.
1) Sbr. bls. 143.
2) Sbr. bls. 140.
3) Theatrum orbis terrarum. Kom mjög opt út. Jeg befi
haft undir bör.dum útg. frá 1575. Antv. Fol. f>ar er íslands-
kort bið 90. í röðunni, og bið fyrsta íslands-kort, sem nokkur
mynd er á, enda er sagt, að það eigi rót sína að rekja til
Guðbrandar biskups þorlákssonar.
4) Peyrere er þýddur á þýzku, ensku og dönsku (s. 1. & a.)
8, og er auk þess gefinn út einum 6 eða 7 sinnum á frummálinu.
Dönsku þýðingunni fylgja viðaukar, en þeir eru ákaflega ó-
merkilegir. Zorgdrager styður sig mjög við Peyrere í íslands-
lýsingu sinni í Bloeyende Opkomst der Aloude en Heeden-
daagsche Visschery. Jeg hefi farið yfir útg. frá 1720, Amster-
11*