Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 165
165
J>órður kemur jafnvel víðar við en Arngrímur, og
flest, sem hann segir, stendur eins og stafur á bók1.
Og loksins kemur nú Martiniere, sem hefir sóm-
ann af þvi, eða hitt þá heldur, að hafa ritað verst
og vitlausast um Island, að öllu samanlögðu, bæði
að fornu og nýju. pað sjer enginn fyrir ókomin
örlög; en líklegt er, að Martiniere haldi þessu önd-
vegissæti um allan aldur ; að minnsta kosti er erfitt
að jafnast við hann.
Martiniere segist hafa farið norður um alla heima
og geima, á 3 skipum, sem Friðrik III. hafi gert út
norður í lönd, í því skyni, að efla verzlunina, 1653.
f>eir lentu í hrakningum frá Grænlandi, en römmuðu
á ísland, af því þeir sáu logann úr Heklu. |>eir
komu fyrst að borginni Hori, og fóru þaðan til smá-
borgarinnar Kirkebar2. f>aðan fóru þeir til Heklu
8 saman. Martiniere og danskur kaupmaður, sem
þeir höfðu hitt í Kirkebar, gengu upp á Heklu, en
hinir þorðu ekki. f>egar þeir voru komnir hálfa
milu upp eptir fjallinu, heyrðu þeir slíkan gauragang,
1) Fyrsta útg. af riti J>órðar, sjá heim. ritalistann, er blað-
síðutalslaust, en er 46 bls. II. útg. Witteb. 1670, 4. (48) bls.
III. Witteb. M DC XC. 4. (48) bls. Nyerup segir, að Disser-
tatio þórðar sje auk þess gefin út í J. 0. Martini: Thesaurus
Dissertationum, II. b., 2. p. bls. 265—328. Jeg befi ekki getað
fengið þessa bók hjer í Kmh., en hún er til í Landsbókasafn-
inu.
2) Jeg er í breinustu vandræðum með þessi nöfn. Hori
getur verið Hofi eða Hóli, en Kirkebar er eflaust Kirkjubær.
Nú er Kirkjubær bæði á Rangárvöllum og Síðu eystra, Kirkju-
bæjarklaustur, og geta útlendingar opt um það, eins og áður
er drepið á; en mjer þykir líklegast, að það sje ekki Kirkebar
sá, sem Martiniere getur um, heldur sje það Kirkjubær á Rang-
árvöllum, og getur þá Hori kannske verið Holt undir Eyja-
fjöllum, þó „holt“ sje reyndar venjulega nefnt „hold“ eða
„holden“ í gömlum bókum, t. d. Scalhold eða Scalholden, fyrir
Skálholt.