Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 166
166
að þeir snjeru skyndilega við, og hlupu ofan sem
fætur toguðu.
Ekki þarf að lýsa ósköpunum, sem gengu á þar
uppi: ekki annað en blossa-brak og bjarga-regn og
þar fram eptir götunum. Höfundurinn getur nú um
ýmsar sögur um Heklu, sem áður eru taldar, svo
sem hrafnana1 og rauðu fuglana2; en enginn segir
eins áþreifanlega frá ískvalasögunni3 og hann. f>eir
heyrðu voðalegt kvein frá sjónum, og var þeim sagt,
að það kæmi úr isnum og væri kvein fordæmdra ;
því stundum hjeldi djöfullinn þeim nokkra stund í
ísnum, þeim til hressingar, þegar hann væri búinn
að steikja þá svo lítið í eldinum. Annars þykist
hann ekki trúa þessari sögu. Svo snjeru þeir aptur
til Kirkebar, og höfðu verið 3 daga í ferðinni.
En þetta er nú allt gull hjá því sem eptir er.
íslendingar eru flestir galdramenn, og tilbiðja djöf-
ulinn, sem þeir nefna Kobalde4 5. f»eir tilbiðja líka
hroðalega ljótt goð, sem er tálgað úr trje með hnífi,
en það sýna þeir sjaldan, því þeir halda, að prest-
arnir mundu taka það af þeim eða skemma það.
í>á kemur sagan um um þjónustuandann „Trolles115;
segir höfundurinn, að ef íslendingar fari nokkurn-
tíma á sjó, svo að Trolles veki þá ekki, þá verði
þeir að bölva ósköpin öll, því þeir afli eins marga
fiska og þeir blóti opt.
Seinna minnist Martiniere á, að djöflarnir hafi sjezt
rogast með sálir á bakinn inn i Heklu.
1) Sbr. bls. 132—3.
2) Sbr. bls. 144.
3) Sbr. bls. 115.
4) Nú Kobalt-e á fýzku og Kobold á dönsku,þjóðtrúaryera,
nokkurs konar dvergur.
5) Sbr. bls. 163.