Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 167
167
Mörgu er sleppt; en Martiniere þótti gullvæg
bók1.
Mönnum ber ekki saman um, hvort Martiniere
hafi komið til íslands. Finnur Magnússon segir2, að
sá sem samdi Reise nach Norden, hafi aldrei komið
til íslands; en Finnur er svo ófróður í þessu máli,
að það er ekki mikið að marka hann. Hann veit
ekki einu sinni, að þessi bók í raun rjettri er eptir
Martiniere. Eyries, franskur landafræðingur, segir3
aptur, að Martiniere hafi komið til íslands, og trúi
jeg honum betur, en veit þó ekki hvað segja skal.
Anderson borgmeistari sýður saman bók sína um
ísland snemma á 18. öld, og kemur hún fyrst út
eptirdauða hans, 1746. Anderson var borgmeistari
í Hamborg, og hefir það embætti verið engu ótign-
ara, en ráðgjafaembætti eru nú. Auk þess var hann
manna lærðastur, og talinn vandaðasti maður þar á
ofan. þegar slíkur maður sezt niður og semur bæk-
ur, þá eru þær lesnar, og þá er þeim trúað.
Rit Andersons var líka lesið, og því var trúað lengi
vel, en seinna kom reyndar babb í bátinn, eins og
jeg mun bráðum sýna fram á.
Anderson segir í formálanum, að aðal-mark sitt,
næst því, að gefa guði dýrðina fyrir dásemdarverk
hans, sje, að bæla niður lygasögur þær, sem gangi
1) Martiniere var snúið á ensku, þýzku og hollenzku í: De
Noordsche Weereld — — vertaeld door S. de Vries. t’Amstel-
dam M. DC. LXXXV. 4., og líklega optar. Auk þess er: Reise
nach Norden, worinnen die Sitten--Derer Norwegen------
heschrieben werden, Leipzig 1703, 12, og Nouveau Voyage
vers le Septentrion, o. s. frv., Amsterdam 1708, ekkert annað
en Martiniere, hjer um bil orðrjettur, þó hans sje ekki getið
þar. Af þýzka ritinu hefi jeg sjeð 5 útg., en hamingjan má
vita nema fleiri sjeu til, og margar af því franska þar á ofan.
2) Wolffs Journal, I. b. 1825, bls. 179—80.
3) Biographie universelle (Michaud), París 1855, XXVII. b".