Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 169
169
kuldinn þar og brennisteinninn í jörðunni. þ>annig
segir Anderson, að mýs geti ekki lifað í kirkjugarð-
inum í Viðey, og deyi strax, ef farið sje með þær
þangað ; enda sje fjarski af brennisteini í eyjunni,
bæði í jörðu og á. Sögumaður Andersons reyndi
þetta margopt og fór jafnvel með mold úr kirkju-
garðinum til Kaupmannahafnar, til reynslu; en þeg-
ar þangað kom, var hún alveg búin að missa krapt-
inn1.
f>ó margt sje misjafnt, þar sem höfundurinn talar
um náttúru landsins, er þó talsvert að græða þar á
honum innan um, og satt að segja er fyrri hlutinn af
riti hans hin fyrsta náttúrufræði íslands, sem prent-
uð er og telja má ; því það, sem fyrri höfundar
höfðu skrifað um hana, var allt í molum; en Ander-
son kemur með yfirlit yfir hana.
En seinni hlutinn, um íslendinga sjálfa, er alveg
ófær, og meiðir sjálfsagt mest af öllu því, sem hafði
verið skrifað um þá. Sögur Blefkens og Martinie-
res eru að vísu ófagrar; en þær eru bæði miklu
eldri, og svo skemmtilega vitlausar. ef svo má segja,
að maður fyrirgefur þær næstum því. En skammir
Andersons eru settar fram þurt, mjer liggur við að
segja vísindalega, og eru þær þeim mun blóðugri.
íslendingar hafa ekki önnur meðul en munntóbak
og brennivín (bls. 128). Meðferðin á ungbörnum er
nokkuð skritin, eptir því sem Anderson segir.
pegar barnið er orðið viku til hálfs mánaðar gam-
alt, er það lagt á gólfið og sett hjá því lokað ker
(askur?) með volgri mysu eða sýru. Ur kerinu ligg-
ur pípa, vafin þræði, eða gildur fjöðurstafur. fegar
3) J>órður þorláksson hefir heyrt (I)issertatio, bls. 31), að ef
mold úr Grimsey væri flutt til meginlands,þar sern músagangur
er, þá dræpust mýsnar eða flýðu að minna kosti.. Sbr. bls. 161.