Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 171
171
þar, og jafvel sálast (bls. 152). þ>eir sjeu hjátrúar-
fullir og svo kærulausir, að margur mundi ekki telja
það eptir sjer, að sverja rangan eið á móti náfrænda
sínum fyrir fáein mörk (bls. 151).
Prestarnir sjeu blindónýtir, ákaflega ósiðsamir
og svo vitlausir í brennivín, að það taki engu tali.
Stundum blindfylli söfnuðurinn sig á undan messu,
svo að lítið verði úr guðsþjónustunni; enda viti
þjóðin lítið um guð og vilja hans . .. (Bls. 150—151).
Um ósiðsemi Islendinga segir höfundurinn þá sögu,
að fyrir skömmu hafi fallið mjög margt fólk í sótt;
hafi menn þá tekið það til bragðs, til að fjölga
fólkinu, að hver ung stúlka mætti eiga sex börn í
lausaleik, og skyldi hún þó vera talin jafnhrein mey
eptir sem áður o. s. frv. (Bls. 152.)
f>etta er ekki nema svolítið ágrip af vísdómi
þeim, sem Anderson sálugi bar á borð fyrir les-
endur sína; en allt er eptir þessu, sem hann segir
um íslendinga.
Einstaka sögu færir hannsamt til rjettari vegar, t. d.
söguna um fuglana á hverunum1. Hann segir að
þeir sjeu svartir, með löngum nefjum, ekki ólíkir
hrossagaukum (bls. 17). Hann bendir hjer líklega
til keldusvinanna, sem margar sögur hafa gengið
Tim á íslandi2.
1) Sbr. bls 144.
2) J>að eru að minnsta kosti munnmæli, að keldusvinið haldi
til við laugar. Sbr. ferðabók þeirra Eggerts Olafssonar, bls.
227—228. Annars hafa íslendingar sjálfir trúað á þessahvera-
fugla. Eggert Ólafsson talar um hver-andir, bls. 893—895, og
hefir hann eptir sögn sannorðra manna, að þær syndi á hver-
unum og stingi sjer ofan í sjóðheitt vatnið. Sjera Snorri
Björnsson á Húsafelli, (ý 1803), getur líka um „þá beitu fugla,
'sem sjást á hverum, og stinga sjer niður í suðuna, en fá ei
meiri skaða þar af, en þó aðrir fuglar fuglar styngi sjer í