Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 172
172
f»að má nærri geta, að útlendingar hafi trúað
þessum sögum eins og nýju neti, þar sem höfund-
urinn var bæði jafn tiginn og jafn lærður og Ander-
son var, og er ekki gott að vita, hve lengi hefði
eimt eptir af lygasögum hans, ef Horrebov hefði
ekki samið rit sitt.
Anderson er þýddur á frönsku, ensku, hollenzku
og dönsku. Dönsku utgáfunni (Kmh. 1748, 8.).
fylgdu tveir pjesar; heitir annar Avertissement om
den under salig Hr. Borgermester Andersons Navn
i Hamborg paa Tydsk udkomne og siden paa Dansk
oversatte Tractat om Island, og er hann bls. 277—293
í þýðingunni. Nyerup* 1 eignar þennan ritling Jóni
jporkelsyni, rektor í Skálholti (1728—1736 í Kmh.);
en það getur ekki verið rjett, því það má ráða af
ritlingnum sjálfum (bls. 278—281). £>ó segist höf-
undurinn hafa komið tilíslands. Annars er Anderson
svarað þar kafla fyrir kafla, en í fám orðum. jþetta
er hið fyrsta rit, sem útlendingar hafa samið um
ísland almennt, og nokkuð vit er í; en að öðru
leyti er það mjög ómerkilegt. Merkilegri er hinn
ritlingurinn, sem líka er nafnlaus, en er eflaust
eptir Jón þorkelson, eins og Nyerup segir. Hann
er á eptir Avertissement, bls. 297—356, og heitir:
Tilgift som videre Efterretning og Notice om Is-
land. En þessir pjesar eru þó „börn hjá Boga“:
gagnslausir hjá bók Horrebovs.
Horrebov var á íslandi 1749—1751, og ritaði svo
bók um ísland, þegar hann kom aptur til Danmerk-
ur. J>að er fyrsta bók að marki, þar sem útlend-
ingar bera okkur rjett söguna. Horrebov hagar
riti sínu eins og Arngrimur. Hann hrekur Ander-
kalt vatn“. Agrip um íslands náttúrugæði. Hrs. Bmfjel.
Kmh., nr. 492. 8., bls. 56.
1) Nyerup og Kraft: Literatur-Lexicon, Kmh. 1820.