Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Qupperneq 175
175
hann vestur á Akranes til Jörundar hins kristna,
frænda síns, í Görðum. Tók Jörundur við honum,
og ljet gjöra honum hús að Hólmi hinum innra, er
hann vildi eigi vera með öðrum mönnum, og færði
honum þangað fæðslu. J>ar var Ásólfur síðan, með-
an hann lifði, og þar var hann grafinn. En sumir
segja, að Ásólfur hafi fyrst búið að Hólmi, og eigi
gjörzt einsetumaður fyr en hann var gamall orðinn.
— Ásólfur var kallaður helgur maður, og var enda
hafður á honum nokkurs konar átrúnaður, eptir það
er hann var látinn, sem sjá má af sögu þeirri, er
sögð er um það, er J>orsteinn, son Illuga hins rauða,
er bjó að Hólmi, sendi Illuga son sinn utan, að
sækja kirkjuvið. En er hann kom hjer við land
með kirkjuviðinn, fjekk hann eigi ráðið iandtöku
fyrir skipverjum; ljet hann þá bera fyrir borð kirkju-
viðinn, og bað koma þar á land, er „Ásólfur vildi“.
En þrem nóttum síðar kom viðurinn á Kirkjusand
að Hólmi, nema tvö trje komu á Raufarnes á Mýr-
um. —(ísl. s. I., 50.—52.; Hist. eccl. I., 36., 91.; IV.,
20.).
Jörundur hinn kristni, er þegar hefur nefndur
verið, var kristinn maður, svo sem viðurnefni hans
bendir á. Hann var sonur Ketils Bersasonar, þess
er nam Akranes fyrir vestan og fyrir norðan Akra-
fell til Örriðaár; en J>ormóður, bróðir Ketils, nam
land fyrir sunnan Reyni, og bjó að Hólmi. J>eir
bræður komu af írlandi, og segir, að þeir væru
írskir menn, en það mun vera svo að skilja, að þeir
hafi verið fæddir á írlandi, en ættaðir voru þeir úr
Noregi. J>eir komu út á árunum 895—900. — Jör-
undur hefur eflaust komið út með föður sínum, og
bjó hann í Görðum, er þá var kallað í Jörundarholti.
Jörundur hefur komið kristinn út, enda er hann tal-
inn með þeim landnámsmönnum, er skírðir hafi ver-