Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 177
177
líf og trúmikil, og fýstist til einsetulífs; bað hún
þess Jón biskup, að hann ljeti henni einni saman hús
gjöra, og vígði hana til nunnu. En Jón biskup vildi
eigi veita henni bæn hennar. Hún hverfur þá á
brott leynilega, og leitar sjer eyðistaðar. Var henn-
ar leitað og fannst hún eigi, og ætluðu menn, að hún
mundi hafa týnt sjer í Hjaltadalsá. þá sagði kona
nokkur þar á staðnum, að hún hefði komið til sín
þá um morguninn. Hennar var vant nokkra daga.
þ»á sögðu konur nokkrar, að hún hefði það mælt,
að f Kolbeinsdal þætti henni byggiiegt einsetumanni,
sagði berin nóg að eta, og hin skírstu vötn að
drekka, og gnótt hellnagrjóts til að gjöra sjer af her-
bergi. Var þá þangað leitað, og þar fannst hún.
Hún hafði þá gjört sjer þar skyggni Htið af hellum,
og lesið sjer mikil ber til fæðslu. — Jón biskup Ijet
nú að bæn hennar, og ljet gjöra henni kofa fyrir
sunnan kirkju á Hólum, og vígði hana til nunnu.
það var skömmu fyrir andlát Jóns biskups. Hildur
lifði síðan einsetulífi í kofa sínum til elli. En er
hún gjörðist mjög gömul, og hún mátti eigi fyrir
sakir frosts og kulda vera í kofa sinum á vetrum,
var henni fengið varmahús, og þjónaði henni ein
kona. Hún Ijet tjald eitt hanga yfir sjer, að hún
sæi eigi þá menn, er í húsið gengu. Hún mælti
aldrei veraldlegt orð eða gálaust, en hvað, er hún
þurfti nauðsynlegt að hafa, þá beiddist hún þess
með bending eða hljóðum orðum. Hún dó í góðri
elli 3. d. marzm. (V. nonas Martii), þá er Björn
Gilsson hafði biskup verið 12 vetur (1159.—Bisk. s.
I., 203.—207., 239., 254.-257.).
pá er Gróa Gissurardótíir biskups, ísleifssonar
biskups, Gissurarsonar hins hvíta. Hún var gipt
Katli biskupi þorsteinssyni á Hólum (biskup 1122—
Tímarit hins islenzka Bókmenntafjelags. VIII. 12