Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 178
178
1145)- G-róa lifði lengi eptir dauða hans, og varð
gömul. Hún gjörðist nunna í Skálholti, því að
nunnuklaustur voru þá enn eigi stofnuð, og þar and-
aðist hún á dögum Klængs biskups (1160). — (Bisk.
s. I., 70., 71.; Hist. eccl. IV., 22.).
þ>á er Ketilbjörg nunna. Hún var í Skálholti á
dögum Páls biskups Jónssonar (bisk. 1195—1211).
Hún dó 1202 í Skálholti rjett eptir þing. J>ar var
þá kominn af þingi Guðmundur prestur Arason,
hinn góði, er síðar varð biskup, og ljet Páll biskup
Guðmund prest syngja fyrir liksöng yfir líki hennar,
en biskup stóð yfir meðan og Gissur Hallsson, og
varð sú þjónusta svo merkileg, að Gissur vottaði
það í tölu sinni yfir gröfinni, að þeir þóttust eigi
slíkan líksöng heyrt hafa, og virtu þeir henni til
heilagleiks, er henni skyldi slíks auðið verða. —
(Bisk. s. I., 466.; Sturl. I., 208.; Hist. eccl. IV., 22.).
Úlfrún nokkur var lengi einsetukona að þingeyr-
um; var hún hin siðlátasta og skynsöm. Hún var
móðir Símonar prests hins mikla. Hún hjelt svo
ríkt einsetu sína, að hún vildi eigi, að son hennar
kæmi til hennar, svo að hún sæi hann, þá er hann
sótti hana heim. Hún sagði svo Guðmundi biskups-
efni Arasyni (1202), er hann kom að fúngeyrum og
gisti þar, að María hefði það vitrað henni, að guð
og hún vildi, að hann væri biskup, „ok skaltu eigi
undan teleast, ef þú vilt guðs vilea fylgja, sem
þú mant þat vilea, því at þat er étlat“. þ>ótti hon-
um sú sögn merkileg, og nam trúnað á. Af henni
segir það enn, að hún tók meinsemi mikla og mat-
leysi og. hugarvolað og svefnleysi; hjet hún þá á
f>orlák biskup, og varð heil síðan.—(Bisk. s. I., 368.,
478.; Sturl. I., 217.; Hist. eccl. IV., 22.).
Björn nokkur var einsetumaður á J>ingeyrum um
1200. Móðir hans hjet Kolþerna. Hann er nefnd-