Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 179
179
ur í jjRannveigarleiðslu11, er henni var sýnt hús,
fagurt og hátt, „ok heyrir ekki þangat, því at þar
er hljótt; þat á Björn einsetumaðr á J>ingeyrum“.—
(Bisk. s. I. 365., 454.).
Katrín, sú er var hin fyrsta abbadís á Reynistað,
hafði áður lengi lifað einsetulífi á Munkaþverá. Hún
varð abbadís 1298.—(Bisk. s. I., 375.; Hist. eccl. IV.,
22.).
Eptir það er kristni var lögtekin hjer á landi (árið
1000), leið eigi á löngu, að tilraunir væru til þess
gjörðar, að reglulegur klausturlifnaður kæmist á, og
klaustur yrðu á stofn sett, enda var svo á litið, að
það væri kristni og kirkju mjög til eflingar, og
munkalifnaður guði mjög velþóknanlegur; var svo
á litið, sern það, að taka sig út úr heiminum, leggja
á sig föstur og meinlæti, og hafa um hönd stöðuga
tíðasöngva og bænahald, væri einkar-velþóknanlegt
guði. J>ar sem einsetumennirnir lifðu í einveru sinni
hver út af fyrir sig, þá voru í klaustrunum fleiri
saman í ijelagi, er fylgdu reglum þeim, er settar
voru. Og svo sem fjöldi klaustra var í öðrum lönd-
um, sem sniðin voru eptir ýmsum reglum, svo vakn-
aði og skjótt áhugi manna á því hjer á landi, eptir
að kristni var hjer komin á, að klaustur kæmust á
fót, og klausturlifnaður yrði upp tekinn.—Hin fyrsta
tilraun í þessa átt, er vjer þekkjum, er sú, er Rúð-
ólfur biskup gjörði. Hann var enskur að kyni, og
mun hafa komið hingað um árið 1030, og var hjer
19 ár. Hann bjó fyrst á Lundi í Lundarreykjadal
(eða Reykjadal hinum syðra) og síðan að Bæ í Borg-
arfirði, og þar setti hann munklífi. þ>að er hið
fyrsta munklífi, er sett var hjer á landi; en eigi
12*