Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 182
182
og húsunum ofan teknum sem föðurarfi sínum. —
(Bisk. s. I., 2Q3.; Hist. eccl. IV., 27.).
J>á skal þess getið, er sagt er, að klaustur hafi
verið í Stafaholti i Mýrasýslu. Hvergi er þess þó
getið í fornum ritum, og hefur sögn þessi eigi við
annað að styðjast, en það, að þar í Stafaholti kvað
(vera eða) hafa verið fornar tóptir, er sagt er að
verið hafi klaustur til forna. Ef þetta á við nokkur
rök að styðjast, mun þar að eins hafa verið gjörð
tilraun til að koma upp klaustri, en sú tilraun þeg-
ar orðið að engu. — (Hist. eccl. IV., 28. ; Kálund:
Hist.-topogr. Beskriv. af Isl. I., 362.).
I. |> ingeyraklaustnr.
Hið fyrsta klaustur, sem komst á fastan fót hjer
á landi, var þingeyraklaustur. pá er Jón biskup
Ögmundsson (1106—1121) hafði skamma stund setið
að Hólum, var það einhverju sinni, að vor var á-
kaflega hart, svo að gróðurlaust var um vorþing.
Jón biskup fór til vorþings þess, er var að Júng-
eyrum, og heitir því mönnum til árs með samþykki
manna, að á J>ingeyrum skyldi reisa kirkju og bæ,
og allir þar til leggja nokkuð. Síðan markaði Jón
biskup sjálfur grundvöll undir kirkjuna. f>etta hef-
urverið árið 1106, eða nokkru siðar. Sjálfsagt hef-
ur þá þegar verið það áformað, að klaustur yrði
þar stofnað, og gaf Jón biskup til klaustursins allar
biskupstíundir milli Hrútafjarðar og Vatnsdalsár. þ>or-
kell prestur trandill gekkst fyrir húsagjörðinni. Hann
var fóstbróðir Jóns biskups og kær vinur. Hann
var klerkur góður, og andaðist suður í Skálholti.
Og er húsagjörð var lokið, vígði Jón biskup þar
kirkjuna. Jón biskup andaðist 1121, en klaustrið
var eigi fullgjört og komst eigi á fastan fót fyr en