Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 183
183
1133- — (Hist. eccl. I., 327.; II., 183.—184.; Bisk. s.
I., 171., 172., 244., 245.; ísl. fornbrj. s. I., 194.; ísl.
ann.).
1. Vilmundur þórólfsson var fyrstur ábóti að
Júngeyrum. Hann var vígður 1133. Hann hafði
fæðzt upp undir hendi Jóni biskupi Ögmundssyni, og
verið lærður hjá honum í skóla þeim, er hann setti
að Hólum. Vilmundur var ábóti til dauðadags (1148).
Á hans dögum auðgaðist klaustrið talsvert, og náði
vexti og viðgangi.—(Bisk. s. I., 168., 241.; ísl. forn-
brj. s. I., 194*! ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
2. Nikulás Sœmundsson var næstur ábóti eptir
Vilmund. Eigi vita menn, hvert ár hann var vígð-
ur, en hitt er víst, að hann hefur verið vígður fyrir
n 53. 1153 fór hann utan, og kom aptur árið eptir
(1154). 1157 brann allt klaustrið til kaldra kola.
Nikulás ábóti dó 1158. — (Hist. eccl. IV., 30.—31.;
Sv. E. : SnE. (formáli) Rv. 1848; ísl. ann.).
3. Asgrímur Vestlið'ason varð ábóti eptir hann.
Hann var fræðimaður, og er talinn einn þeirra, er
þeir Oddur Snorrason og Gunnlaugur Leifsson, munk-
ar, rituðu eptir sögu Ólafs konungs Tryggvasonar.
Ásgrímur dó u62 eðaiiói.—(Sturl. I., 114.; ísl. ann.;
Bisk. s. I., 86., 415.; Hist. eccl. I., 212. ; IV., 31.)
4. Hreinn Styrmisson var Gilsbekkingur að föður-
ætt, sonur Styrmis Hreinssonar, Hermundarsonar,
Illugasonar hins svarta. Hreinn ábóti hafði fæðzt
upp undir hendi Jóns biskups Ögmundssonar, og var
einn af þeim lærisveinum Jóns biskups, er Gunn-
laugur munkur telur sig sjeð hafa með eigin
augum, og telur verið hafa þriðja ábóta á J>ing-
eyrum. Hann er talinn vígður 1166. Hann andað-
ist 1171. — Dóttir hans var Valdís, er átti Magnús
J>órláksson á Melum. — (Bisk. s. I., 85.—86., 168.,