Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 184
184
241., 4t6.; Sturl. I., gg.; ísl. ann.; ísl. fornbrj. s. I.,
271.).
5. Karl Jónsson, hinn merkasti maður, var vígð-
ur ábóti 1169. Hann sagði af sjer 1181.
6. Kári Runólfsson var vígður n8i,og dó 1187
eða 1188. — (Bisk. s. I., 300., 432.; Sturl. I., 127.;
ísl. ann.).
7. Karl Jónsson aptur 1187—1207, er hann þá
lagði niður ábótastjett í annað sinn, og tók eigi við
henni síðan, og lifði síðan skamma hríð, er hann dó
1212 eða 1213. Karl ábóti var hinn lærðasti maður,
og lagði mikla stund á að setja saman bækur. 1185
fór hann til Noregs, og var með Sverri konungi, og
ritaði sögu hans, og hefur, ef til vill, ritað fleiri
fornsögur vorar. þ>á stóð þingeyraklaustur með
miklum blóma, og voru þar þá hinir lærðustu menn,
svo sem voru þeir Oddur Snorrason og Gunn-
laugur Leifsson, munkar. Oddur ritaði sögu Olafs
konungs Tryggvasonar á latínu (Fornm. s. III., 172.
—173.; X., 371.); eru nú til af sögu hans tvær þýð-
ingar á íslenzku, og er önnur prentuð í 10. bindi
af „Fornmannasögum:‘. Gunnlaugur ritaði og á lat-
ínu sögu Olafs konungs (Fornm. s. III., 163.). f>eir
sýndu báðir sögur sínar Gissuri Hallssyni, er bar
af öllum lærðum mönnum í þann tíma, og endur-
bættu sfðan sögurnar og löguðu eptir bendingum
hans. Gunnlaugur hefur einnig ritað sögu Jóns bisk-
ups Ogmundssonar (pr. í Bisk. s. I., 213.—260. í ís-
lenzkri þýðing). Er sú ætlun manna, að Gunnlaug-
ur hafi ritað Jóns sögu á árunum 1203—1208 (Bisk.
s. I., XL.), og ritaði hann söguna að boði og áeggj-
un Guðmundar biskups Arasonar. Var þá vel setið
klaustrið, þar sem slíkir fræðimenn voru þar.—Árið
1200 tóku þeir Karl og Gunnlaugur virðulega á
móti Guðmundi presti Arasyni, er síðar varð biskup,