Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 185
185
og gjörðu hátíðagöngu á móti honum. Karl ábóti
var og á fundi þeim, er Guðmundur var kosinn bisk-
up (i. sept. 1201). En síðar óvingaðist með þeim
Guðmundi, eptir að hann var biskup orðinn, og Gunn-
laugi munk. Sú óvinátta reis af því, að eptir það
er Arnór Tumason og aðrir höfðingjar höfðu veitt
Guðmundi biskupi heimsókn að Hólum (1209), og
biskup varð að hrökkva þaðan, en óvinir hans sett-
ust á staðinn, þá þröngvuðu þeir klerkum til að
leysa þá úr banni og syngja tíðir í kirkjum, þrátt
fyrir bann Guðmundar biskups. Guðmundur biskup
var um veturinn (1209—1210) í Reykjaholti hjá
Snorra Sturlusyni. Um vorið reyndi hann að kom-
ast aptur til stóls síns, en náði því eigi, og varð að
fara til Vestfjarða; sendi hann brjef norður og bann-
aði að syngja tíðir í kirkjum. Klerkar leituðu þá
ráða til Gunnlaugs, er þá var einn merkastur klerka
fyrir norðan land. Hann rjeð þeim, að þeir hefðu
að engu bann biskups, og skeyttu eigi brjefi hans.
—Gunnlaugur dó 1218 eða 1219.—(Bisk. s. I. og II.
(víða); Sturl. I„ 115., 124., 191.; II., 14.; Hist. eccl.
I-, 211., 212.; ísl. fornbrj. s. I., 305., 358.—359.; „Safn“
I„ 149.—150.; ísl. ann.).
8. þórarinn Sveinsson var vígður ábóti að þing-
eyrum 1207, og dó 1253. þ>á hafði Vermundur
prestur Halldórsson forráð staðarins. — (Sturl. III.,
178.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
9. Vermundur Halldórsson varð þá ábóti að
|>ingeyrum, vígður 1254. Hans getur 1246, er
hann fór á milli fórðar Sighvatssonar og Brands
Kolbeinssonar fyrir Haugnesfund. Meðan hann
var ábóti, gjörðist það hið helzta, er tók til þing-
eyraklausturs, að Jörundur biskup þorsteinsson á
Hólum (1267—1313) tók undan klaustrinu tíundir
þær, er Jón biskup Ögmundsson hafði til lagt, en