Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 186
186
lagði aptur Hjaltabakka til klaustursins. Árið 1279
veitti Vermundur heimboð Árna biskupi f>orláks-
syni í Skálholti, er riðið hafði norður til fundar við
Jörund Hólabiskup, Vermundur andaðist sama ár-
ið (VIII. cal. jan. 1279). — Hjá Vermundi ábóta var
lærður sira Hafliði prestur Steinsson að Breiðabóls-
stað, er mjög var mikils háttar; hafði hann lang-
an tíma ráð á Hólum, og svo að p>ingeyrum. Jör-
undur biskup sagði og svo, að engi maður væri í hans
biskupsdæmi rosknari til ráða og húsbóndaskapar
en sira Hafliði Steinsson. Sira Hafliði dó 1319.
— (Sturl, III., 83., 178.; IV., 39,, 40.; Bisk.s. L,
712., 713., 794., 845.; Hist. eccl. II„ 153.; ísl. ann,).
10. Bjarni varð ábóti á f>ingeyrum eptir Ver-
mund; hann var vígður ábóti árið 1280. — Svo sagði
Lárentius biskup, „að hann þóttist á tveim mönn-
um hafa sjeð heilags manns yfirbragð einkannlegt: á
Árna biskupi J>orlákssyni og Bjarna ábóta á fing-
eyrum“. Bjarni ábóti dó 1299, og segir svo, að „í
framferð Bjarna ábóta urðu margir merkilegir hlut-
ir; sá menn ljós skína til staðarins á þdngeyrum, en
klukkur sjálfar hringdust11. — (Bisk.s. L, 794., 797.;
ísl. ann.).
11. • Höskuldur varð ábóti eptir Bjarna, Hann
var vígður árið 1300. Hann andaðist „manndauða-
vorið“, sem svo var kallað, árið 1309. — (Bisk.s.
I„ 822., 823., 844.; Esp. Árb.; ísl. ann.).
1-. Guffmundur, systursonur Höskuldar ábóta,
var vigður ábóti að fdngeyrum 1309 (eða 1310, ísl*
ann.). Hann var einhver hinn merkasti maður, bæði
ötull og áhugamikill i því, að sjá um hag klaust-
ursins, að því er til fjármuna kom; svo var hann
og fræðimaður, og lagði kapp á að mennta sem
bezt sjálfan sig og munka sína. Hann tók til sin 1313
L árentsius Kálfsson, er siðar varð biskup að Hól-