Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 187
187
um, hinn lærðasta mann, og ljet hann kenna sjer
og munkunum. Lárentius var síðan 1316 vígður
til munks af Guðmundi ábóta, og Árni son hans.
f*á gekk og til bræðralags Bergur Sokkason, er
síðar varð ábóti að f>verá. Bergi er svo lýst, að
hann hafi verið „hinn fremsti klerkur, söngvari harðla
sæmilegur, og mælskumaður míkill, svo að hann
setti saman margar sögubækur heilagra manna í
norrænu máli með mikilli snilld*‘ (Bisk.s. I„ 832.);
hafði Lárentius kennt honum áður að þverárklaustri.
Árni, sonur Lárentiusar, „varð hinn framasti klerk-
ur, og skrifari harðla sæmílegur og versificator“
[—= latínuskáld (Bisk.s. I., 832.)]. og „sannlega mátti
það segja, að fagurlegt var það klaustur, sem svo
var skipað af slíkum munkum, sem þá var að Jdng'
eyrum“. — (S. st.).
1315 kom út Auðunn biskup rauði (bisk. 1313—
1321) til stóls síns að Hólum. Visiteraðí hann þá
um haustið vestursveitir, og vígði þá kirkju að
J>ingeyrum. 1316 kom upp missætti milli þeirra Guð-
mundar ábóta og Auðunnar biskups; kom það út
af kristfje, sem Karl hinn auðgi hafði gefið, sex
tigi hundraða, og á Breiðabólsstað í Vesturhópi
skyldi vera, en J>orsteinn Iíjálmsson hafði i burtu
með sjer, þá er hann fór af Breiðabólsstað til
Jdngeyra. Ljet Auðunn biskup sira Hafliða Steins-
son á Breiðabólsstað heimta íje þetta, og úrskurð-
aði svo, að fjeð skyldi aptur leggjast til Breiðabóls-
staðar. Hins vegar kemur Guðmundur ábóti fram
með kæru á Hólastað um biskupstíundir þær milli
Hrútafjarðar og Vatnsdalsár, er Jón biskup Ög-
mundsson hafði gefið J>ingeyraklaustri, en Jörundur
biskup hafði tekið undan klaustrinu á dögum Ver-
mundar ábóta, og lagt aptur til klaustursins Hjalta-
bakka. £n nú tók Auðunn biskup Hjaltabakka