Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 188
188
undan klaustrinu, og veitti hann sira Jóngeiri prestþ
og þar bjó hann nokkra vetur. Guðmundur ábóti
skaut máli þessu til erkibiskups, og stóð Lárentius
þá með ábóta í öllu, og hann samdi brjefið til erki-
biskupsins. Síðan fór Guðmundur ábóti utan (1318),
til að fylgja fram máli sínu við erkibiskup, og var
utan tvö ár; vildi erkibiskup ekki að gjöra málum
þeirra Auðunnar biskups, fyr en hann kæmi til
andsvara. fegar Guðmundur ábóti fór utan, var
Björn bróðir J>orsteinsson, er ábóti varð síðar, skipað-
ur príor fyrir klaustrinu og staðnum. Um haustið
visiteraði Auðunn biskup um vestursveitir, og sem
hann reið frá Breiðabólsstað til f»ingeyra, byrgðu
bræður klaustrið fyrir honum; enga processiu gjörðu
þeir á móti honum. Matur var hans mönnum til
reiðu, og svo honum sjálfum, en ekki öl. Var
margt bænda komið ofan úr Vatnsdal, til þess að
verja klaustrið fyrir biskupi, ef hann vildi nokkuð
á sækja; gjörði hann sig ekki líklegan til þess og
enginn hans manna. Um haustið 1319 gat Egill
prestur Eyjólfsson, er síðar varð biskup, komið því
til leiðar, að þeir urðu sáttir, Auðunn biskup og
Lárentius Kálfsson; var Egill prestur mikill vinur
beggja þeirra. Tók Lárentius til kennslu dóttur-
son biskups, er Eysteinn hjet, og fór hann með
Lárentiusi til þingeyra, og lærði hjá honum; varð
hann síðan framur maður, og hafði lengi Maríu-
kirkju í f>rándheimi.
Guðmundur ábóti kom út aptur 1320, en sama
sumarið fór Auðunn biskup utan eptir orðsending
Eilífs erkibiskups; hafði hann ætlað utan sumarið
áður, en orðið þá apturreka. Auðunn biskup and-
aðist í Noregi 1321, og fyrir andlát sitt benti hann
erkibiskupi á Lárentius munk á þingeyrum Kálfs-
son, er honum þætti bezt fallinn til biskups eptir