Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 189
189
sig, og hafði Lárentius þó verið mótstæðilegur þeim
báðum. Var þá Lárentius kosinn biskup að Hól-
um. Snemma um vorið 1323 visiteraði biskupsefni
um vestursveitir; kom þá Guðmundur ábóti að máli
við hann um biskupstíundirnar. Voru þá teknir
gjörðarmenn af beggja hálfu. Var það gjörð þeirra,
að f>ingeyrastaður og klaustrið skyldi halda Hjalta-
bakka. f>ótti ábóta og bræðrum þetta of lítið fyr-
ir tíundirnar, en þó skyldi þetta standa, þar til erki-
biskup gjörði vegu á. Lárentius fór utan til bisk-
upsvígslu þá um sumarið. Guðmundur ábóti skrif-
aði þá og utan um tíundarmálið. Málið var tekið
fyrir af erkibiskupi. Flutti Árni Lárentiusson mál-
ið af hendi ábóta, og það svo röggsamlega, að
erkibiskup mælti til hans : „Haf þökk fyrir, ungi
bróðir; þú fylgir klaustri þínu. Biðjum vjer yður,
herra Lárentius, og svo hið sama bjóðum vjer, að
þjer skipið vel við klaustrið, og látið oss eiga það
að frjetta“. Lofaði erkibiskup að staðfesta þann
samning, sem þeir Guðmundur ábóti gjörðu sín á
milli. Loks komst endir á mál þetta vorið 1326.
Guðmundur ábóti kom þá að Hólum til fundar við
biskup, að ræða um tíundarmálið. Biskup bauð hon-
um tvo kosti, að kæra fyrir erkibiskupi eða leggja
málið undir sitt vald og umdæmi. Og þann kostinn
tók Guðmundur ábóti. Sagði biskup þá upp, að
hann lagði Hvamm í Vatnsdal klaustrinu til æfin-
legrar eignar og Húnstaði, og skyldi svo lokið þrætu
þessari, og gjörði biskup brjef um þetta, og stað-
festi erkibiskup það síðar (1329). Biskup gaf þá og
próventu Kálfs bróður síns til þúngeyra ; voru það
fjórir tigir hundraða.
Árni Lárentiusson fór aldrei aptur í klaustur sitt
á fúngeyrum, eptir það er hann fór utan með föður
sínum, er hann fór til biskupsvígslu. Jón biskup í