Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 193
193
Hólabiskup Nikulásson gjafabrjef Orms biskups um
Hjaltabakka og Kleifar til fingeyraklausturs. Svein-
björn ábóti dó í plágunni (svarta dauða) 1402, og
tók drepsóttin svo geyst J>ingeyraklaustur, að eptir
lifði að eins einn bróðir þar i klaustrinu (1403). —
Valdís Helgadóttir, barnamóðir J>órðar prests J>órð-
arsonar (-j* 1403), gaf (1403) fnngeyraklaustri Ytri-
Ey.—((Esp. Árb. ; Hist. eccl. II., 217., 219.; IV.).
Hvort Jón prestur J>orfinnsson, sem var um
hríð officialis fyrir norðan eptir 1406, hafi verið á-
bóti á Júngeyrum, er eigi ljóst, en svo er að ráða,
sem hann hafi verið þar ábóti, af gjafabrjefi Jóns
biskups, er hann leggur Valþjófsstaði og Arnarstaði
í Gnápasveit undir Hólakirkju; því að svo kveður
að orði í brjefi þessu, að Jón ábóti þorfinnsson hafi
gjört rangt, þar sem hann hafi, meðan hann var
officialis Hólakirkju, greitt Jóni Pálssyni, staðarráðs-
manni, jarðir þessar í ráðsmannskaup. — (Esp. Árb.
II.-, 15.; sbr. II., 10.; „Safn“ I., 5.; Hist. eccl. II.,
574.; IV., 35.).
19. Asbjörn ábóti, talinn með fremstu klerkum,
seldi Einari bónda Bessasyni Ytri-Ey á Skagaströnd
1424. 1431 er hann kallaður prófastur í Húnavatns-
þingi. — (Hist. eccl. II., 584.; Esp. Árb.).
20. Jón Gamlason var 1439 orðinn ábóti á J>ing-
eyrum. Hann var prestur áður, og hafði 1436 verið
officialis eptir utanför Jóns biskups Vilhjálmssonar,
og keypti þá jörðina Nýlendi á Höfðaströnd undir
Hólakirkju. 1440 dæmdi Goðsvin biskup í Skálholti,
er þá hafði umboð í Hólabiskupsdæmi, Ytri-Ey apt-
ur undir Júngeyraklaustur, og skipaði sama ár Jón
ábóta, ásamt Sigurði príor á Möðruvöllum og 4
prestum, að taka reikning sin vegna af Jóni presti
Pálssyni fyrir ráðsmannsstarf hans og officialisstarf.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 13