Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 194
194
1443 var Jón ábóti, ásamt Sigurði príor og öðrum
hinum helztu klerkum í Hólabiskupsdæmi, skipaður
til að rannsaka mál Jóns prests Pálssonar. 1444
samþykkti hann Gottskálk biskup Gottskálksson
(biskup 1442—1457), ásamt Einari ábóta á fverá og
Sigurði príor. 1452 var hann officialis Hólakirkju
og prófastur í Húnaþingi. 1554 dæmdi Gottskálk
biskup Ytri-Ey undir fingeyraklaustur, með því að
Ásbjörn ábóti hefði selt hana ólöglega og að nauð-
synjalausu. 1479 er Jóns ábóta enn getið, er hann
ásamt mörgum öðrum ritar undir brjef Olafs bisk-
ups Rögnvaldssonar um „æfinliga messu dagliga
fyrir öllum christnum sálum í dómkirkju á Hólum“.
1480 er síðast getið brjefagjörða hans, er hann rit-
aði undir jarðaskipti Skúla bónda Loptssonar og
Tómasar |>orsteinssonar. — Jón ábóti Gamlason dó
i488,oghafði ávallt þótt með fremstu klerkum norð-
anlands.—(Esp. Árb.; Hist. eccl. II., 392., 476., 580.,
612.—615.).
21. Asgrímur Jónsson varð ábóti eptir Jón Gamla-
son 1488. Hann keypti Melrakkadal og Hrísa und-
ir klaustrið af Jóni Sigmundarsyni, og fjekk honum
aptur Núp. 1494 boðaði Ólafur biskup Rögnvalds-
son klerka milli Öxnadalsheiðar og Hrútafjarðarár
á almenna prestastefnu að Víðivöllum í Skagafirði
þriðjudaginn fyrir tveggja-postula-messu, og skyldaði
Ásgrím ábóta og 14 klerka aðra, er hann nefndi
til, að koma og hafa með sjer innsigli sín, en óljóst
er, hvort nokkuð varð af samkomunni eða eigi. fá
seldi Ásgrímur Bjargastein í Núpssókn Gísla Filipp-
ussyni.—Ásgrímur ábóti dó 1495.—(Esp. Árb.; Hist.
eccl. II., 608.).
22. Jón þorvaldsson hafði umráð þingeyraklaust-
urs frá 1495, er Ásgrímur ábóti dó, en sú er ætlun
manna, að hann hafi eigi verið vígður ábóti fyr en