Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 195
195
1501, þó að hann sje áður nefndur ábóti. Hann
var áður prestur á Höskuldsstöðum um 9 ár (1491—
1500), og ráðsmaður á Reynistað um 5 ár. 1481
var hann kærður af Sigurði presti í>orlákssyni, er
officialis var Olafs biskups Rögnvaldssonar fyrir
vestan Yxnadalsheiði. Var Jón prestur kærður fyr-
ir margar greinir, og settur um það 12 presta dóm-
ur að Geldingaholti föstudaginn næstan fyrir Mikj-
álsmessu. Kærurnar voru þær, fyrst, að hann hefði
primsignt heiðið barn eða eigi rjett skírt; fyrir
því var hann sekur 12 aurum ; annað það, að hann
hefði messað yfir Olafi Bjarnarsyni í forboði, og
samneytt honum á skírdag ; fyrir það skyldi hann
þá þegar vinna sjöttareið, en sekur ella þrem mörk-
um fyrir hverja messu, er hann hefði sagt síðan, og
fallinn í bann af sjálfu verkinu, svo og skyldur að
taka lausn og skript, og leggja af sjer messusöng
og öll störf heilagrar kirkju, svo lengi sem hennar
lög og officialis náð til segir. J>að var hið þriðja,
að hann hefði tekið að sjer ráðsmannsstarf á Reyni-
staðarklaustri, og ef hann fengi eigi fram leitt tvö
lögvitni, að Sigurður prestur officialis hefði leyft
abbadísinni á Stað, að hafa Jón prest eða nokkurn
prest annan að ráðamanni, þá var hann dæmdur í
bann fallinn fyrir þrjózku og óhlýðni, og sekur 15
mörkum. 1494 fór Olafur biskup utan, og var þá
Jón prestur forvaldsson og Guðmundur prestur
Jónsson skipaðir officiales, og nefndu þá menn í
dóm í Viðvík um haustið í milli Einars ábóta á
J>verá og erfingja Stígs Einarssonar um Illugastaði
í Fnjóskadal, og dæmdu þeir jörðina undir klaustrið.
1495 tók hann umráð á jpingeyrum. 1497 dæmdu
þeir Guðmundur prestur um Illugastaði.—Systir Jóns
ábóta var Björg J>orvaldsdóttir, kona Jóns lögmanns
13*