Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 196
196
Sigmundssonar. f>au kvæntust 1497, og hafði ábóti
alla varúð við, að hjónaband þeirra yrði löglegt
samkvæmt kirkjulögum. En hjónaband þetta varð
ábóta síðar til mestu armæðu, því að eigi leið á
löngu, þar til er Gottskálk biskup Nikulásson (bisk-
up 1498—1520) þóttist hafa fundið, að fjórmennings-
mein væri á hjónabandi þeirra. Gátu þeir nafnar
hrundið því í það sinn ; en nokkrum árum síðar
kom biskup aptur fram með þessa ákæru, ásamt
ýmsum fleirum, og ofsótti síðan Jón Sigmundsson á
allar lundir, og náði af honum öllum eignum hans.
— 1501 var Jón ábóti í dómi með Einari ábóta á
J>verá. 1504 ljet hann virða allar jarðir þingeyra-
klausturs. 1510 dæmdi hann með öðrum lögmæta
gjöf Gottskálks biskups til Kristínar dóttur sinnar.
1512 er hann í dómi með Einari ábóta og Nikulási
príor.—Jón ábóti mun hafa dáið 1514. — (Esp. Árb.;
„Safn“ II., 100.—107.; Hist. eccl. II., 601., 608.; IV.;
Sv. N.: „Prt. og próf.“, 154.).
í Esp. Árb. og Hist. eccl. II., 628., segir, að
Helgi Sigurðsson hafi 1508, á brúðkaupsdegi
Kristínar Gottskálksdóttur biskups og J>orvarðar
lögmanns Erlendssonar, sunnudaginn 3. sept., verið
vígður ábóti að J>ingeyrum (sbr. „Safn“ II., 100.).
23. Eiríkur Sumarliðason var ábóti að Jungeyr-
um eptir Jón J>orvaldsson látinn (1515). Hann hafði
áður verið prestur í Saurbæ, og deildi þá við Finn-
boga lögmann Jónsson. Var það erfðamál svo vax-
ið, að Finnbogi lögmaður kallaði sjer arf eptir Svein
Sumarliðason, Eiríkssonar, Loptssonar hins ríka, af
því að Sveinn hafði átt Guðríði dóttur hans; taldi
hann, að Guðrún dóttir Sveins hefði erft hann, en
Guðríður aptur dóttur sína Guðrúnu (árið 1500). Ei-
ríkur prestur var bróðir Sveins, og stóð i móti lög-
manni, og stefndi honum innan tveggja ára upp það-