Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 198
198
á 5>ingeyrum, og að þau hefðu fengið 250 gyllini
fyrir hana, og hefði Jón ábóti Gamlason staðfest
kaupið ; Jón ábóti porvaldsson hefði því eigi mátt
selja jörðina, nema fyrir einhverja nauðsvn klaust-
ursins, eða aðra jörð jafngóða, og þó með samþykki
bræðranna. Eiríkur ábóti vann málið, og var jörðin
dæmd óbrigðanleg eign klaustursins, en biskup skyldi
eiga aðgang að erfingjum Jóns ábóta J>orvaldssonar.
Eiríkur ábóti dó 1516.—(Esp. Árb.; „Safn“ II., 97.—
99.; Hist. eccl. II., 250., 625.—626.; IV.; Sýslm. æf.,
I. (víða); Sv. N.: „Prt. og próf.“ bls. 183.).
24. Helgi Höskuldsson varð ábóti eptir Eirík Sum-
arliðason 1516. 1519 var hann í dómi. 1520 var
hann við, er Gottskálk biskup taldi jarðir þær, er
hann hafði saman dregið með ýmsu móti, og voru
XI tugir jarða, er hann gaf Hólakirkju; en þar að
auki voru jarðir þær, er hann ætlaði börnum sínum
(skráin er í „Hist. eccl.“ II., 629.—644.). Gottskálk
biskup andaðist á jólaföstu sama árið, og komu þá
saman á Hólum rjett fyrir jólin Helgi ábóti og hin-
ir helztu prestar fyrir vestan heiði. Varð þá Helgi
officialis fyrir vestan Yxnadalsheiði.—1522, þegar til
bardaga horfði á Sveinsstöðum í Húnaþingi milli
þeirra Jóns biskupsefnis Arasonar og Teits hins ríka
i Glaumbæ, og bardagi var enda byrjaður, þá var
það Helga ábóta að þakka, að ekki varð meira að,
því að hann kom að og gekk í milli með fjölmenni;
en litla þökk fjekk hann fyrir, og enda óvináttu Jóns
Arasonar, er eignaði honum óhollustu við sig í mál-
um þeirra Teits. Jón Arason bjó til mál á hendur
Helga, og stefndi honum fyrir dóm Jóns prests
Finnbogasonar, officialis, og 12 presta, og bar fimm
sakir á hendur honum. Sú var hin fyrsta sökin, að
hann hefði eigi goldið Hólakirkju 20 hundruð, er
hann hafði gengið í borgun um fyrir Ásgrím nokk-