Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 199
199
urn Finnsson, og skyldi fje þetta goldið í sakeyri.
Var svo dæmt, að Ásgrímur skyldi sjálfur hafa gold-
ið ije þetta í næstu fardögum, ef ógoldið væri, en
Helgi ábóti laus við þá skuld, nema Ásgrímur hefði
honum fje fengið, því að ábótar og munkar mættu
eigi að lögum vera borgunarmenn. Onnur sök var
sú, að hann hefði eigi goldið aptur fje, er hann
hafði að láni fengið af Hólakirkju; var hann dæmd-
ur skyldur að hafa greitt það i næstu fardögum.
priðja sökin var sú, að hann hefði eigi skilað aptur
silfri, er Gottskálk biskup hafði fengið honum í
hendur. Fjórða, að hann hefði samneytt þeim mönn-
um, er gripið hefðu hesta fyrir Hólakirkju; var svo
dæmt, að hann skyldi leiða til tvö vitni lögleg, að
hann hefði það eigi gjört, eptir að hann vissi, að
þeim var sök á gefin. Fimmta var um samnautn
með þeim mönnum, er vógu Árna Bessason, þjón-
ustumann kirkjunnar, er fjell á Sveinsstöðum, og
öðrum fjandmönnum kirkjunnar, og hjálp þeim til
handa; fyrir það skyldi Helgi ábóti synja með eiði,
eða taka lausn og skript af Jóni presti Finnboga-
syni. Fjekk Jón Arason litlu á orkað, og er svo
að sjá, sem officialis hafi eigi viljað, að hallað væri
á Helga. 1533 var Helgi ábóti í brúðkaupi ísleifs
Sigurðssonar og J>órunnar Jónsdóttur, biskups Ara-
sonar. 1539 setti Jón biskup Arason Helga skriptir
fyrir barneign, og varð hann að fara (þrisvar) til
Rómaborgar, að fá aflausn. En Björn Jónsson bisk-
ups á Melstað gegndi ábótastarfi hans á meðan (Hist.
eccl. II., 668.). 1544 var Helgi ábóti í gjörð sex
klerka á alþingi af hendi Jóns biskups Arasonar um
Bjarnanesmál. 1549 ljet hann af J>ingeyraklaustri
sakir elli og krankleika, en Björn prestur Jónsson
annaðist það. 1530 var sira Björn hálshöggvinn í
Skálholti, bróðir hans Ari lögmaður og Jón biskup