Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 200
200
faðir þeirra. Helgi hefur því verið ábóti eptir dauða
sira Bjarnar þangað til árið eptir, 1551, er hann gaf
frá sjer klaustrið með öllu, enda mun Björn prestur
að eins hafa verið honum til aðstoðar áður. 1551
leið klausturlifnaður á fingeyrum undir lok með öllu.
Fylgdi klaustrinu hálfur sjöundi tugur jarða, er fjellu
undir konung, Helgi lifði 10 ár eptir það, og varð
æfagamail (-[- 1561).
Á þ>ingeyrum var Benediktsregla, Klaustur það
stóð um 440 ár, ef talið er frá fyrstu stofnun klaust-
ursins um 1106 eða nokkrum árum síðar, t. d. 1110
(Hist. eccl. III., 97.). En klaustrið var eigi fullgjört
og fullkominn klausturlifnaður komst þar eigi á fyr
en 1133. — Ábótar voru þar 24, og voru margir
þeirra merkismenn, og meðal munkanna iðnir fræði-
menn. Klaustrið var mjög auðugt, og eitt hið helzta
klaustur á íslandi.—(Esp. Árb.; Hist. eccl. II., 648.,
649., 650., 663., 668.; III., 97.; IV.).
II. Munkaþverár-klaustur.
|>að klaustur stofnaði Björn biskup (1147—1162)
Gilsson á Hólum 1155, og setti þar Benediktsreglu
og skyldí ábóti stjórna klaustrinu.
1. Höskuldur hjet hinn fyrsti ábóti þar. — (Bisk.
s. I., 82.).
2. Nikulás (Hallbjarnar-, Bergþórs-) Bergsson var
annar ábóti að J>verá. Hann ferðaðist víða um lönd,
Og eptir hans fyrirsögn er ritað „leiðarvísir og
borgaskipan“ (ÁM. 194, 8; pr. í Werlauffs „Sym-
bolæ ad geogr. med. ævi“ 1821, og „Antiqvités
Russes“ II., 397.—415.), Hann hefur einnig ort
kvæði um Jóhannes guðspjallamann (Jónsdrápu), og
eru úr því til færð nokkkur erindi í Jóns sögu hinni
lítlu í „Heil, manna sögum“ og eitt í málfræðisrit-