Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 201
201
gjörð Ólafs hvítaskálds í Sn.-E. f>á er Klængur
biskup í Skálholti hafði lokið þar kirkjusmíð, er
hann hóf að gjöra 1153, bauð hann til kirkjuvígslu
Birni Hólabiskupi og Nikulási ábóta; vfgðu þeir
biskuparnir báðir kirkjuna, annar utan, en hinn
innan, en Nikulás ábóti hafði formaeli. Nikulás á-
bóti dó U5Q eða 1160. — (Bisk.s, I., 82.; Hist. eccl.
IV.).
3. Björn Gilsson, bróðir Bjarnar biskups, var
kjörinn ábóti 1161, og vfgði Björn biskup hann ár-
ið eptir um vorið. f>að sumar ætlaði biskup að
ríða til þings, en tók á leiðinni banasótt sína; gaf
hann fyrir andlát sitt hundrað hundruð af staðnum
til Munkaþverár. Björn ábóti dó 1181. — (Bisk.s.
I., 300., 415., 425.; Sturl. I., 113.; Annál.; Hist. eccl.
IV.).
4. Hallur Hrafnsson, lögsögumanns, Ulfhjeðins-
sonar, lögsögumanns, Gunnarssonar, lögsögumanns,
var hinn fjórði ábóti að J>verá. Hann var áður
prestur á Grenjaðarstað. 1174 fór Guðmundur
Arason til hans, og var þá 13 vetra, og var með
honum um hrfð. Sonur hans Eyjólfur var prest-
ur á Grenjaðarstað. Hallur ábóti var vígður 1184,
og dó 1 igo. — (Bisk.s. I., 300., 436.; ísl. ann.; Sturl.
I., 116., 130.; Hist. eccl. IV.),
5. Einar Másson [þórvarðsson (Ann.)—Njálsson
(Hist. eccl. IV.)] var 5. ábóti að ]?verá; hann dó
1196. — (Bisk. s, I., 147., 450.; Ann.; Hist. eccl. IV.,
42).
(i. Ormur Skeggjason var orðinn ábóti 1204, en
eigi vita menn, nær hann var vígður. Hann var
frændi Sigurðar Ormssonar Svínfellings, hins eldra.
f>egar Guðmundur Arason var orðinn biskup, hafði
Sigurður staðarráð að Hólum um eitt ár; en þá
(1204) fjekk biskup hann til að ráðast að |>verá, og