Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 202
202
taka þar við klausturráðum, en staðurinn var þá
mjög fallin að húsum. Sigurður hafði miklar mæt-
ur á staðnum, því að Ormur faðir hans hafði and-
azt þar í klaustri (1191), og Ormur ábóti, frændi
hans, hvatti hann mjög til að ráðast þangað. Sig-
urður rjeðst þá þangað og reisti við staðinn, og
þar varð hann síðar munkur í elli sinni, og andað-
ist þar (1235). Ormur ábóti dó 1212. — (Bisk. s. I.,
503-; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.; Dipl. isl. I., 355.).
7. Ketill Hallsson ábóti dó 1229. — (Bisk. s. I.,
548.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
8. Arni Hjaltason var vígður ábóti 1229. þeg-
ar þ>órður Sighvatsson kakali kom út árið 1242, og
var kominn á Grund í Eyjafirði, kom til hans Árni
ábóti, „hinn sjöundi að þ>verá“, og rjeð honum, að
hann yrði sem fyrst á brott úr Eyjafirði, því ella
mundi honum eigi óhætt fyrir Kolbeini unga (Sturl.
III., 6.). Orðin „hinn sjöundi at þ>verá“ vantarísum
handrit Sturlungu, og geta eigi verið rjett. Árni
andaðist 1252.—(ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
9. Eyjólfur Brandsson var vfgður ábóti 1253
(1254, ísl. ann.). J>að ár (1254) gekk hann á milli
Gissurar forvaldssonar og brennumanna, og reyndi
að koma á sáttum milli þeirra, og voru grið sett
veturinn 1253—1254; gekk Eyjólfur ábóti opt milli
þeirra, og var manna mest við það riðinn, að miðla
málum með þeim, þó að lítið yrði ágengt. Áður
en þ>verárbardagi hófst (1255), reyndi hann og að
koma sáttum á milli þeirra þ>orgils skarða og
Sturlu |>órðarsonar af annari hálfu, en Eyjólfs f>or-
steinssonar og Rafns Oddssonar af annari hálfu.
Reið ábóti með munka og kennimenn milli þeirra,
en fjekk engu áorkað, og reið hann þá frá og
kennimenn með honum; en flokkarnir hófu bardag-
ann. Um morguninn eptir reið ábóti að Grund, og