Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 204
204
að lfkami Solveigar ætti legstað að Bægisá, en
bannaði söng og messu að fverá, meðan líkið væri
þar í kirkjugarði. Ábóti ljet eigi að síður syngja í
kirkjunni.og ritaði um málið Jörundi biskupi, en hann
sendi þangað Snjólf prest, og leyfði söng í kirkj-
unni, til þess er hann kæmi sjálfur og prófaði mál-
ið. Snjólfur prestur sendi eptir Lárentiusi, og
beiddist úrskurðar brjefs hans. En er Lárentius
hafði nærri lesið brjefið, þreif ábóti til þess, og aðr-
ir fleiri, slitu það í sundur og frá því innsiglið; en
Lárentius og hans menn voru dregnir út úr kirkj-
unni. En er þeir Jörundur biskup og bróðir Björn,
er visitator var með Lárentiusi, komu norður þang-
að, sömdu þeir málið þannig, að likið skyldi hafa
frjálst leg að J>verá, en prestur var leiddur af með
fje litlu. 1312 bauð J>órir ábóti til sín Lárentiusi
Kálfssyni, er hann fór frá Dal undir Eyjafjöllum,
og hafði lítið athvarf hjer á landi; skyldi Lárentius
kenna þar bræðrum og klerkum um 12 mánuði.
I>óri ábóta setti Auðunn biskup af 1316 (eða 1319).
1318 (eða 1320) ætlaði hann utan, en skipið braut
um vorið í hafísum fyrir Austfjörðum; menn kom-
ust af allir. 1321 fór hann til Noregs og þar var
hann árið eptir, og segja sumir, að hann hafi dáið
þar 1323; en aðrir ætla, að hann hafi dáið það ár
hjer landi á Grenjaðarsað. — (ísl. ann.; Esp. Árb.;
Bisk. s. I.; Hist. eccl. II., 173.; IV.).
12. Eigi er vitað, hvort nokkur var ábóti á f>verá
frá því, er J>órir ábóti var settur af 1316 og til 1322. En
þá var skipaður príor þar Bergur Sokkason, er áður
(1316) hafði gjörzt munkur að Jdngeyrum. 1325
var hann vígður ábóti að |>verá. 1334 lagði hann
niður ábótastjett; var kallað, að hann gjörði það fyr-
ir lítillætis sakir. Hann var söngmaður mikill og
mælskumaður, og setti saman margar sögur helgra