Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 206
206
ur, er hann hafði áður verið þar munkur. — (Esp.
Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
20. Nú er allt óvíst og ókunnugt um ábóta þann,
er kom eptir Hall ábóta. í „ísl. ann.“ segir árið
1394: „vígði biskup Hall ... til ábóta að fverá“;
svo að enda nafn hans vita menn eigi, þar sem hjer
er að eins fyrsta samstafan 1 nafni hans. Ábóti
þessi hefur liklega dáið í svartadauða 1402.—ísl. ann.;
Hist. eccl. IV., 46.).
Nú var síðan um langa hríð ábótalaust á f»verá,
svo sem var í öðrum klaustrum eptir pláguna; hef-
ur að líkindum einhver munkanna verið sem príor
fyrir klaustrinu, en ábótalaust til 1429, eða nær
um 3 tugi ára (sbr. Hist. eccl. IV., 46.).
1429 brann kirkja og klaustur á Munkaþverá nótt-
ina næstu eptir laugardag fyrstan í J>orra um mið-
nætti á hálfri eykt, og allt það fje, sem 1 var klaustr-
inu og kirkjunni, og tveir klerkar til ólífis, og bróð-
ir jporgils hinn þriðji svo mjög, að enginn hugði
annað, en hann mundi fá skjótan bana; lá hann
allan veturinn fram til páska, og varð aldrei samur
til líkamsburða.
21. þorgils þessi, sá er meiddist í brennunni, var
1429 vígður ábóti. Hann hafði haft forráð klaust-
ursins, er það brann, og þótti eigi misráðið, að hann
yrði þar ábóti. 1431 dæmdi Ari prestur porbjarn-
arson, officialis, um kirkjutíundargjald og preststíund,
'er þorgils kærði til Stefáns Hallssonar. f>orgils dó
1434. — (Esp. Árb. ; Hist. eccl. II., 577.; IV.; ísl.
ann.).
22. Einar ísleifsson, beltislausi, var 1435 vígður
ábóti að þ>verá, og var hann ábóti þar mjög langa
hríð, og auðgaði klaustrið mjög að jörðum; var hann
þó maður ráðvandur og óágengur. 1439 handfesti
f>orkell Klængsson honum Bægisá. 1444 samþykkti