Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 208
208
nokkur jarðaskipti. 1487 gerði hann arfleiðsluskrá
sína, og andaðist um næstu áramótin, að því, er
menn ætla. — Einar ábóti ísleifsson er talinn einn
þeirra fáu, er fræðimenn voru á þeim tíma.—(Hist.
eccl. II., 391., 392., 590., 593., 612.; IV.; Esp. Árb.).
f>á var að Grenjaðarstað prestur sá, er Eiríkur
hjet og var Einarsson. Hann kom til Olafs bisk-
ups fyrir fardaga vorið eptir (1488), og beiddist ept-
ir ábótadæmi að verá. Biskup neitaði honum fyr-
ir þá sök, að hann hefði ekki klausturkjöt. Prestur
hjet bót, og kvaðst hafa heitið hinni heilögu mey
Maríu klausturlifnaði. Ljet þá biskup honum eptir
forráð klaustursins. En um veturinn kom Eiríkur
prestur til Hóla, og hafði honum þá aflazt sonur;
beiddi hann biskup lausnar, og þó jafnframt vígslu
til ábóta. Lausnina fjekk hann, en eigi vígsluna.—
(Esp. Árb.; Hist. eccl., IV.).
23. Jón nokkur varð 1489 ábóti að þ>verá. 1490
er hann ritaður undir dóm. 1493 krafði hann Stíg
Einarsson, frænda Einars ábóta ísleifssonar, að leggja
aptur peninga þá, er hann hafði þaðan burtu haft
eptir Einar ábóta, nema þá, er hann gæti sjer heim-
ilað. En Stíg hafði Einar ábóti gefið mikið í arf-
leiðsluskrá sinni. þ>á lýsti Jón ábóti Ulugastaði eign
jómfrú Maríu og klaustursins. J>á bar hann og vitni
á Hólum, er Magnús prestur Hallsson vitnaði, að
hann hefði fengið fullt verð fyrir Skútustaði hjá Ó-
lafi biskupi. 1494 var hann boðaður á prestastefnu.
— Jón ábóti hefur liklega dáið 1494. — (Esp. Árb.;
Hist. eccl. IV., 49.).
24. Einar Benediktsson varð ábóti að þverá 1494
(eða’gs). Hann hafði áður veriðprestur, og varð 1472
prestur að Grenjaðarstað, eptir Jón prest Pálsson
látinn, og var fyrst í vináttu við Ólaf biskup, en
síðar gjörðist biskup honum mótfallinn. 1479 kærði