Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 210
210
hald og meðferð á dómkirkjunni, og öllum hennar
peningum, föstum og lausum; gjörðu þeir brjef þar
um og sendu til Hóla. 1521 samþykkti hann með
klerkum norðan og vestan Yxnadalsheiðar, að Jón
pr. Arason væri ráðsmaður Hólastóls og officialis.—•
Síðan er Einars ábóta eigi getið, en ábóti hefur
hann verið til 1525, er hann dó, því að eptir-
maður hans, Finnbogi Einarsson, hafði verið 7 ár
ábóti, er hann dó 1532.—(Esp. Árb.; Hist. eccl. H.,
697., 608., 643.; IV.).
25. Finnbogi Einarsson, ábóta, Isleifssonar, var
1517 kosinn til ábóta að þverá til styrktar við Ein-
ar ábóta Benediktsson. Eptir Einar látinn hefur
hann algjörlega tekið við ábótadæminu, og var
hann eptir það 7 ár ábóti. Dóttir Finnboga hjet
Guðrún; hún fylgdi Sigurði presti J>orsteinssyni,
J>óreyjarsonar, er sumir ætluðu að vera mundi son
Nikulásar príors. Sonur þeirra Guðrúnar og Sig-
urðar prests var Einar prestur, er síðast var í Hey-
dölum, faðir Odds biskups, og er þaðan mikil kyn-
slóð. 1520, í arfleiðsluskrá Gottskálks biskups, getur
Finnboga, og er hann þá kallaður prestur; svo
og í afhendingarbrjefi Jóns Arasonar á Miðhúsum
til klaustursins. 1522 er hann enn nefndur prestur
(sira Finnbogi) í brjefi klerka um Ogmundbiskup.
1524 er hann enn kallaður prestur. Vígður hefur
hann verið ábóti 1525. 1524 var Finnbogi officialis
norðan Yxnadalsheiðar, og stefndi þá öllum lærðum
mönnum millum Yxnadalsheiðar og Helkunduheiðar
saman að Víðivöllum í Skagafirði eptir boði 0g-
mundar Skálholtsbiskups, er þá rjeð nær öllu í Hóla-
biskupsdæmi. Á þeirri prestastefnu þröngvaði 0g-
mundur biskup öllum prestum nyrðra, nema tveim-
ur einum, til að taka aptur kosningu þeirra á Jóni
Arasyni til biskups, en kjósa aptur Jón prest Ein-