Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 211
211
arsson.—Finnbogi ábóti andaðist [532, og þótti ver-
ið hafa einhver hinn lærðasti maður þá á öld.—(Esp.
Árb.; Hist. eccl. II., 39«-; IV.).
26. Pjetur Pálsson varð prestur 1502, en varð
ábóti að f>verá eptir Finnboga látinn. Hann hafði
jarðaskipti mikil. 1508 getur hans fyrst í gjörning-
um. 1517 er hann í dómi Gottskálks biskups að
Viðvík, og það ár sendi Gottskálk biskup hann ut-
an á fund Eiríks Walkendorphs erkibiskups í er-
indum sínum. Má af slíku ráða, hver merkismaður
hann var, sem og af öðrum hlutum. 1520 er hann
við staddur, er Gottskálk biskup gjörir skrá um jarð-
ir sínar, og þótti þá einhver mestháttar presta.—
Eptir dauða Gottskálks biskups settu klerkar vest-
an Yxnadalsheiðar Pjetur prest tíl að hafa ráð
og umboð yfir Hólakirkju og hennar fje, ásamt Jóni
Arasyni, og sjeu þeir báðir jafnmyndugir í öllum
greinum til næstu almennilegrar prestastefnu. —
Pjetur prestur var hinn eini prestur fyrir norðan
land, er eigi kaus Jón Arason til biskups (1521), og
var hann Jóni óvinveittur, og fór utan í því erindi
Ogmundar biskups, að standa á móti kosningu Jóns.
1524 sendi Ggmundur biskup Pjetur prest norður til
Hóla, til að lesa forboðsbrjef yfir Jóni biskupsefni;
var honum fylgt í stofu á Hólum, og beið þar
nokkra stund, en Jón Arason reið burt á meðan af
staðnum nokkuð í sýslu sína.og varð eigi meira er-
indi Pjeturs prests; en er Jón Arason var utan far-
inn,skipaði Ggmundur biskup Pjetur prest ráðsmann
Hólakirkju. J>að ár nefndi Pjetur prestur presta í
dóm að Víðivöllum um ákæru Solveigar Rafnsdótt-
ur abbadísar til Jóns Guðmundssonar. 1526 gjörði
hann Jóni biskupi Arasyni reikning ráðsmennsku
sinnar yfir Hólakirkju og fje hennar, og var það á
14*