Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 212
212
tíunda dag jóla. J>að ár var hann og á prestastefnu
að Víðivöllum. 1532 varð hann ábóti að f>verá, sem
fyr segir. 1539 út nefndi hann í umboði Jóns bisk-
ups 6 presta í dóm að Hrafnagili um ákæru J>or-
steins Jónssonar til Högna prests Pjeturssonar, að
hann hefði brotið hús sin, hrakið og tekið menn og
fje. 1541 er Pjetur ábóti einn með fleirum, er af-
saka sig frá, að taka við kirkjuskipun Kristjáns kon-
ungs III., og rita um það brjef til hans. 1544 var
hann af hendi Jóns biskups, ásamt þeim Helga á-
bóta á Jflngeyrum og Tómasi presti Eiríkssyni, kos-
inn i nefnd sex klerka, er gjöra skyldu um þrætu
þeirra biskupanna um Bjarnanes.—Pjetur ábóti Páls-
son dó 1546.—(Esp. Arb.; Hist. eccl. IV., 53.).
27. Tómas prestur Eiríksson, sá er nú þegar hef-
ur nefndur verið, varð þá ábóti að J>verá. Hann
hafði áður fyrrum verið prestur að Mælifelli. Hans
getur fyrst 1520, er hann var við staddur, er Gott-
skálk biskup taldi upp jarðirnar, og var hann þá
kirkjuprestur á Hólum. Hann var annar sá, er eigi
ljet kúgast, er 0gmundur biskup þröngvaði prestum
til að taka aptur kosningu sína á Jóni presti Ara-
syni til biskups. 1526 var hann við staddur, er Jón
biskup tók reikning af Pjetri presti Pálssyni fyrir
fje Hólakirkju. 1544 var hann kosinn af hendi Jóns
biskups í nefnd þá, er gjöra skyldi um þrætu þeirra
biskupa um Bjarnanes. 1546 varð hann ábóti að
J>verá, og hafði þá áður verið ráðsmaður að Hólum.
— J>egar siðaskiptin urðu, tók konungur klaustrin
undir sig. Veitti hann þá Ormi lögmanni Sturlu-
syni J>verárklaustur, en Ormur naut þess eigi fyrir
ofríki Jóns biskups Arasonar, því að hann hjelt þar
við Tómasi ábóta. 1551 var hann nefndur í dóm
um arf eptir Jón biskup. J>að ár er hann og með
á Oddeyri að sverja hollustueið konungi og taka