Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 213
siðabótinni ; ljet hann þá af ábótadæmi, en Ormur
lögmaður tók klaustrið á leigu, og fylgdu því 7
jarðir hin 6. tigar; er sagt, að þar hafi verið brjefa-
safn mikið. 1557 ritar Tómas ábóti með Olafi bisk-
upi og 11 prestum öðrum brjef til konungs; er beiðni
þess, að tiundir væru eigi með öllu teknar frá Hóla-
stól, og hafði beiðni þessi þann árangur, að konung-
ur eptir ljet Hólabiskupi tíundir af Skagafjarðarsýslu
og Eyjafjarðarsýslu. — Síðan finn jeg eigi Tómasar
getið, og dauðaár hans veit jeg eigi. — (Esp. Árb. ;
Hist. eccl. II., 526.; IV.).
þ>annig lauk þá klausturlifnaði að Munkaþverá.
Klaustrið hafði staðið um 3^6 ár, og ábótar höfðu
þar verið 27, þeir er um er kunnugt.
III. Hítardalsklaustur.
Árið 1148 urðu stór og sorgleg tíðindi í Hítardal.
f>á bar svo til, að Magnús biskup Einarsson í Skál-
holti (biskup 1134—1148) kom þangað úr yfirreið
um Vestfjörðu 29. sept. (Mikaelsmessu). En hinn
næsta dag eptir kom þar eldur í bæinn um náttmáþ
og varð biskup eigi fyr var við, en honum þótti eigi
óhætt út að ganga. Magnús biskup ljet þar líf sitt
í húsbruna, og með honum tveir menn hins niunda
tugar. J>ar andaðist Tjörvi prestur Böðvarsson, er
ávallt hafði þjónað honum í biskupsdómi hans. þ»ar
ljetust sjö prestar aðrir og aliir göfugir. þ>á bjó í
Hitardal f>orleifur beiskaldi þ>orláksson, er var mik-
ill höfðingi á sinni tið og nijög auðugur; hann
bargst úr brennunni, og lifði lengi síðan (■}• 1200).
J>að ræður að líkindum, að húsbruni í Hítardal, og
manntjón það, er þar varð. hafi haft mikil áhrif á f>or-
leif bónda, og Klængi biskupi verið því auðsóttara, að
fá hann til þess, að gefa Hítardal til klausturstofn-