Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 214
unar þar. Stofnun klaustursins er heimfærð til árs-
ins ii 66. Flest er oss ókunnugt um klaustur þetta,
og er næsta óvíst, hvort fastur og reglulegur klaust-
urlifnaður hefur nokkurn tíma komizt þar á eða ekki,
5>ó er talað um ábóta, er þar hafi verið, en óvíst er,
hvort þeir voru ábótar nema að nafninu, og menn-
irnir enda ókunnir sjálfir flestir. En það má telja
víst, að leikmenn hafi ávallt búið í Hitardal á þeim
tima, er hjer er um að ræða, en staðurinn eigi kom-
izt í vald ábóta. J>orleifur beiskaldi bjó þar, er
klaustrið var stofnað, og svo Ketill sonur hans. 1270
bjó þar Ketill Loptsson, er Arni biskup J>orláksson
kallaði til staðar í Hitardal, og segir þá svo (Arna
bisk. saga : Bisk. s. I., 685.) : „£>ar hafði klaustr
verit“. Menn vita eigi með vissu, nær klaustur þar
leið undir lok; en víst er, að það var undir lok lið-
ið 1270, og enda löngu fyr.
f>essir menn eru nefndir til (Hist. eccl. IV., 27.),
er þar kunni að hafa verið ábótar.
1. Reinir (= Ilreinn) Styrmisson, vígður 1166; dó
1177. Hann er kallaður ábóti í Hítardal (ísl. ann.).
í Sturl. I., 99., er hann kallaður ábóti að J>verá.
En hið rjeta mun vera, að hann var 3. ábóti á í>ing-
eyrum (sbr. Bisk. s. I., 86.).
2. Hafliði (þ>orsteinsson) þorvaldsson mun hafa
verið ábóti í Hítardal. J>ess getur í Dipl. isl. I.,
281., að í ábótatali frá 14. öld í Stokkhólmsbók af
Biskupasögum ( Nr. 5 í fol.) sje Hafliði talinn ábóti
í Flatey. En eins og þar er tekið fram, getur það
eigi verið rjett. Hafliði ábóti dó 1201. — (ísl. ann.;
sbr. Bisk. s. I., 147.).
3. þorsiein þorldksson nefnir Finnur biskup (Hist.
eccl. IV.) enn til, og segir hans getið í sögu Árna
biskups; en telur hann dáinn 1224, eptir annálum.
J>ennan mann get eg eigi fundið, enda ætla jeg, að