Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 215
215
hjer sje blandað saman við £>orstein ábóta Tumason
í Saurbæ (•}• 1224). J>ó má vera, að þetta sje sá
J>orsteinn,sem í ábfitatali Hauks lögmanns (AM. 415)
er talinn laus ábóti i Hítardal (Bisk. s. I., LX.).
4. Ricnólfur Sighvatsson, prestur, er nefndur um
1218. f>egar Sighvatur Sturluson rjeðst til Eyja-
fjarðar, þá var hann hinn fyrsta vetur á Möðruvöll-
um í Hörgárdal með Sigurði Ormssyni. Annan
vetur átti hann bú við hann. Eptir það keypti hann
Grundarland með því móti, að Runólfur prest-
ur, „sem síðar var vígður til ábóta“, gekk í skuld
fyrir Kálf Guttormsson og galt fyrir landið (Bisk. s.
I., 507.; Sturl. II., 37.). Runólfur ábóti dó 1237 (ísl.
ann.). Með öllu er óvíst, hvar hann var ábóti. Finn-
ur biskup getur hans meðal ábóta í Hítardal, en í
nafnaskrá við Bisk.s. I. er getið til, að hann hafi verið
á Munkaþverá. í ábótatali Hauks lögmanns er Run-
ólfur einhver talinn laus ábóti í Hítardal (Bisk. s.
I., LX), og má vera, að það sje sá, er hjer ræðir
um.
5. Lambkár ábóti er (í AM. 415; sbr. Bisk. s. I.,
LX.) talinn laus ábóti i Hítardal. Hann var sonur
þorgils prests Gunnsteinssonar á Stað á Reykja-
nesi. Hann tók Guðmundur biskup Arason til sín
til fósturs á ferð sinni um Vestfjörðu 1199—1200, og
var Lambkár ábóti með honum lengi síðan. í elli
sinni dvaldi Lambkár á Staðarhóli með Sturlu f>órð-
arsyni. Lambkár dó 1249.—(ísl. ann.; Sturl. II., 259.
—260.; Bisk. s. I., 460., og víðar; sbr. Hist. eccl.
IV., 27.).
J>etta er þá allt það, er vjer vitum að segja um
klaustur í Hítardal og ábóta þar, og er það mjög
óljóst og á reiki.